Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 17:30 Svæði við Hvalárósa. Mynd/Tómas Guðbjartsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur til bráðabirgða hafnað kröfum landeigenda og umhverfisverndarsamtaka um stöðvun framkvæmda við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. Málið á sér nokkuð langan aðdraganda. Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar í mars. Á fundi þann 12. Júní síðastliðinn samþykkti nefndin jafnframt umsókn Vesturverks ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Á sama fundi í júní samþykkti nefndin framkvæmdaleyfi vegna viðhalds á Ófeigsfjarðarvegi.Sjá einnig: Stöðvaði gröfu VesturVerks Landeigendur í Drangavík í Árneshreppi á Ströndum kærðu í kjölfarið þessar ákvarðanir hreppsnefndar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Rjúkandi, Ungir umhverfissinnar og ÓFEIG náttúrvernd, auk fleiri landeigenda á svæðinu, kærðu einnig ákvörðun hreppsins um að veita Vesturverki framkvæmdaleyfið. Kærendur kröfðust þess að ákvarðanirnar verði felldar úr gildi, að réttaráhrifum deiliskipulags yrði frestað og framkvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni. Kærurnar voru teknar fyrir á fundi úrskurðarnefndar í dag. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur m.a. fram að með þeim framkvæmdum sem hafa verið samþykktar og fara munu fram sumarið 2019 sé ekki til staðar sú hætta á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni. Er öllum kröfum kærenda þannig hafnað til bráðabirgða. Ákveðinn skilningur þó fólginn í úrskurðinum Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi, sem eru í hópi kærenda, lýsa yfir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu úrskurðarnefndar. „Yfirvofandi framkvæmdir munu valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, sama þó Vesturverk fullyrði annað. Við Hvalárósa áformar Vesturverk að moka upp mörg þúsund tonnum af efni, slétta plan fyrir vinnubúðir við ármót Hvalár og Rjúkandi og leggja stálgrindarbrú yfir ána. Þá eru fornminjar í hættu vegna vegaframkvæmda,“ segir í yfirlýsingu landeigendanna. Þó er lýst yfir ánægju með það að úrskurðarnefndin hyggist halda efnismeðferð kærunnar áfram og telja landeigendur þá ákvörðun sýna „ákveðinn skilning“ á aðstæðum. „[…] og að í niðurstöðu sinni bendir hún [úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála] Vesturverki á að það beri alla áhættu af því að hefja framkvæmdir meðan ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um lögmæti þeirra.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00 Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
VesturVerk segir kortið sett fram til að tefja framkvæmdir Talsmaður VesturVerks segir að kæra byggð á nýju landamerkjakorti sé sett fram til að tefja framkvæmdir við Hvalárvirkjun. Þessu hafnar teiknarinn. Málið snýst um túlkun á skjali frá 19. öld. 6. júlí 2019 09:00
Framkvæmdir halda áfram eins og engin kæra hafi borist Framkvæmdaraðili heldur sínu striki þangað til úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kemst að niðurstöðu. 9. júlí 2019 12:15