Serena Williams enn forsíðustúlka þrátt fyrir skellinn um síðustu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 13:30 Serena Williams vekur mikla athygli innan sem utan vallar. Getty/Frazer Harrison Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér. Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira
Tenniskonan Serena Williams er á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins en þar fer blaðið yfir fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Sports Illustrated fékk sex sérfræðinga í tísku til að velja þennan fimmtíu manna lista sem átti að vera skipaður þeim íþróttamönnum sem skara ekki aðeins fram úr inn á íþróttavellinum heldur einnig í framkomu og klæðnaði utan hans. Þetta er fjórða árið í röð sem Sports Illustrated tekur saman lista eins og þennan. Serena Williams fékk þar fyrsta sætið á lista Sports Illustrated en hún er lifandi goðsögn í íþróttaheiminum og hefur þegar unnið 23 risatitla á ferlinum. Serena Williams fær mikið hrós fyrir stíl sinn innan sem utan vallar þar sem hún er óhrædd við að prófa nýja hluti. Hún hefur líka tekist vel upp að auka hróður sinn í tískuheiminum með sínum sérstaka stíl. Williams er enn að reyna að vinna fyrsta risatitilinn eftir að hún eignaðist dóttur sína en hún hefur tapað nokkrum úrslitaleikjum síðan þá þar á meðal fékk hún skell í úrslitaleik Wimbledon mótsins á dögunum. Aðrir nýtískulegir íþróttamenn sem komast ofarlega á listann eru NFL-leikmennirnir Odell Beckham Jr., og Tom Brady, körfuboltamennirnir Russell Westbrook, James Harden, Dwyane Wade og LeBron James, tenniskonan Maria Sharapova, formúluökumaðurinn Lewis Hamilton og knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo. Allir þessir íþróttamenn teljast vera tískuíkon og voru nefndir fyrstir af sérfræðingateymi blaðsins í umfjölluninni um fimmtíu nýtískulegustu íþróttamenn dagsins í dag. Blaðið heldur síðan áfram að nefna til íþróttafólk sem tollir í tískunni. Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Sjá meira