Reif upp parket í leit að rót veikindanna Ari Brynjólfsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Þórdís Jóhannsdóttir Wathne glímdi við slæm veikindi síðasta vetur, þar á meðal höfuðverk, verki og mikið orkuleysi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Sjá meira
„Þetta gæti hafa verið dýnan, það eru þó bara getgátur,“ segir Þórdís Jóhannsdóttir Wathne. Hún var veik stóran hluta úr vetri. Glímdi hún við mikinn höfuðverk, verki í líkamanum, og mikið orkuleysi. „Ég var byrjuð að finna vel fyrir þessu í fyrra og í raun get ég rakið þetta mun lengra en þá tengdi ég þetta við eitthvað annað, ég var ólétt, með barn á brjósti o.s.frv. Það var svo í nóvember í fyrra að ég var orðin virkilega veik. Ég fór í endalausar læknisheimsóknir. Það voru allir af vilja gerðir, ég hitti marga frábæra lækna en þeir fundu ekki orsökina,“ segir Þórdís. „Ég var tilbúin að reyna allt og prófaði ýmislegt.“ Þórdís fór í ýmsar rannsóknir, hjartalínurit, myndatökur, blóðprufur og tekin voru ítarleg myglusýni á heimili hennar. Eina sem kom út úr þessu var að hún var greind með of lágan hvíldarpúls en í raun ekkert sem hægt var að gera í því eða vitað hvað olli því. Þórdís er verkfræðingur að mennt og notaði skipulagðar aðferðir til að komast að því hvað væri að. „Ég notaði Excel, útilokaði eitt í einu og skráði niður.“ Einkennin minntu um margt á myglu og var gerð mikil leit að myglu í húsnæðinu, var meðal annars rifið upp parket í svefnherberginu og skoðað inn í veggi. Rúmdýnan gaf ekki augljós myglueinkenni. Það var svo í apríl sl. að hún rakst fyrir tilviljun á greinar um eiturefni í dýnum og fór að kynna sér málið frekar. „Stuttu síðar fór ég til Danmerkur í tíu daga. Ég ætlaði að hlaupa þar mitt fyrsta maraþon sem var auðvitað töluvert brjálæðislegt miðað við heilsuleysið. Strax og ég kom út var ég orðin hress. Ég var búin að gleyma því hvað lífið gat verið gott verkjalaust. Ég hljóp hlaupið og var stálslegin á eftir.“ Þegar hún kom til baka til Íslands ákvað hún að fara ekki inn á heimilið í nokkra daga og áfram var heilsan í lagi. Þegar hún kom svo inn á heimilið aftur liðu einungis örfáar klukkustundir þar til hún varð veik. „Við tókum dýnuna út af heimilinu og fengum okkur dýnu úr náttúrulegum efnum, algjörlega lausa við kemísk efni. Við loftuðum út og fengum lánað iðnaðar-lofthreinsitæki. Heilsan kom strax á ný og hefur verið mjög góð síðan.“ Þórdís segir að dýnan sem um ræðir hafi verið um átta ára gömul og gerð úr memory foam þrýstijöfnunarsvampi. Fékk hún sérstakt mælitæki sem nemur óæskileg efni í loftinu eða svokölluð lífræn rokgjörn efni, VOC. „Ég er enn með mælitækið og heimili mitt er orðið mjög fínt núna. En tækið nemur hækkun í því herbergi sem ég sef í. Engin hækkun verður hins vegar í þeim herbergjum sem ekki er sofið í. Það eru því tilgátur um hvort líkami minn sé enn að losa sig við þessi efni með svita á nóttunni.“ Þórdís vill ekki fullyrða að dýnan hafi verið sökudólgurinn. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að dýnan sé svarti sauðurinn en ég get ekki fullyrt það.“ Umhverfisstofnun staðfesti að mál tengd dýnum hafi ratað inn á borð til þeirra, þar á bæ vildi þó enginn gefa kost á viðtali.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Sjá meira