Engin úrræði eru fyrir andlega veika fanga eftir afplánun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júlí 2019 21:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fangelsismálastofnun hefur áhyggjur, samkvæmt heimildum fréttastofu, af andlega veikum föngum, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og eru að ljúka afplánun á næstunni, þar sem engin úrræði standa þeim til boða. Fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast strax við niðurstöðum Pyntinganefndar um að koma geðheilbrigðismálum í réttan farveg. Pyntinganefnd Evrópuráðsins heimsótti fangelsi landsins í fimmta sinn á dögunum og gerði enn og aftur alvarlegar athugasemdir við skort á aðgengi andlega veikra fanga að geðlæknum. Þeir fái ekki þá meðferð sem þeir þarfnast, til að mynda vistun á geðsjúkrahúsi. „Það er hreint óþolandi að vera búin að horfa upp á þetta í öll þessi ár. Þar sem mjög veikt fólk er innan veggja fangelsanna,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri.Sjá einnig: Alþjóðleg eftirlitsnefnd lýsir áhyggjum sínum af heilbrigðismálum í fangelsum landsinsHann hafi lengi bent á að ótækt sé að andlega veikir fangar fái ekki viðeigandi aðstoð. Þá séu engin úrræði til staðar fyrir þá þegar þeir ljúki afplánun. „Þetta hefur haft margvíslegar afleiðingar. Þetta er vond vist fyrir þá skjólstæðinga sem eru svona veikir, þetta er vont fyrir þá sem vistast meðþeim og erfitt fyrir starfsfólk mitt sem ekki er heilbrigðismenntað.“Litla-Hraun.VÍSIR/VILHELMAuk þess fái sumir ekki að fara á reynslulausn þar sem Fangelsismálastofnun hafi ekki treyst sér til að hleypa þeim út í samfélagið vegna andlegra veikinda. Búið er að óska eftir tilnefningu í hóp um útbætur í fangelsismálum og stendur til að skipa í hópinn á næstunni samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. „Ég hef mestar áhyggjur af þeim einstaklingum sem eru mjög andlega veikir og við veitum ekki reynslulausn en munu hins vegar klára afplánunina á einhverjum tímapunkti. Ef ekkert er í boði fyrir þáþegar þeir koma út þá hef ég áhyggjur af því,“ segir Páll.Fangar aðljúka afplánun sem eru hættulegir sér ogöðrum Samkvæmt heimildum fréttastofu eru nú áhyggjur uppi innan Fangelsismálastofnunar þar sem andlega veikir fangar, sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum, ljúka afplánun á næstunni og liggur því mjög á að úrbætur verði gerðar sem fyrst. Páll segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Þá gerði Pyntinganefndin athugasemdir við meðferðarmál en meira en helmingur fanga glímir við fíknivanda. Eina meðferðin sem er í boði er meðferðargangur á Litla-Hrauni en þar er ekki pláss fyrir alla sem þurfa. „Við verðum að horfast í augu viðþað aðþetta er mikið vandamál,“ segir Páll. Skortur á meðferðarúrræðum hafi leitt til þess að fangar fari aftur út í samfélagið sem virkir fíkniefnaneytendur. Hann vonast eftir úrbótum sem fyrst. „Við verðum að hafa kerfið þannig að ef menn vilja hjálp þá fái þeir hana.“ Páll segir að flest sem dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun hafi einhliða geta bætt hafi nú þegar verið framkvæmt. Nú þurfi önnur stjórnvöld að bregðast við.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira