Þrumur og eldingar í Þorlákshöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:24 Myndin er úr safni. vísir/getty Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi skömmu fyrir klukkan þrjú að níu eldingar hefðu mælst og það allar rétt vestan við Þorlákshöfn. Fyrsta eldingin hefði mælst klukkan 14:09 og sú síðasta klukkan 14:40. „Það er samkvæmt kerfinu og það er ekki óskeikult. Stundum missir það af eldingum sem hafa verið en ef það hafa mælst þá er það góð staðfesting á að það hafi verið. Og þær eru allar þarna á sama staðnum í hnapp rétt vestan við Þorlákshöfn. Þetta er eiginlega bara svolítið það sem maður átti von á, þetta er í nágrenni við Hellisheiðina og þetta er alltaf spurning hvar þær verða,“ segir Óli Þór og heldur áfram: „Það eru myndarlegir bólstrar hér og þar í kringum okkur og þeir hafa allir möguleika en þó eru aðstæðurnar ekkert frábærar til að ná í eldingar en það dugar greinilega þarna við Þorlákshöfn.“ Óli Þór segir að þetta geti staðið eitthvað fram yfir kvöldmat en svo er það búið í bili. Jón Karl Jónsson var staddur í Þorlákshöfn í dag og náði þessum myndböndum af þrumunum og eldingunum. Veður Ölfus Tengdar fréttir Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi skömmu fyrir klukkan þrjú að níu eldingar hefðu mælst og það allar rétt vestan við Þorlákshöfn. Fyrsta eldingin hefði mælst klukkan 14:09 og sú síðasta klukkan 14:40. „Það er samkvæmt kerfinu og það er ekki óskeikult. Stundum missir það af eldingum sem hafa verið en ef það hafa mælst þá er það góð staðfesting á að það hafi verið. Og þær eru allar þarna á sama staðnum í hnapp rétt vestan við Þorlákshöfn. Þetta er eiginlega bara svolítið það sem maður átti von á, þetta er í nágrenni við Hellisheiðina og þetta er alltaf spurning hvar þær verða,“ segir Óli Þór og heldur áfram: „Það eru myndarlegir bólstrar hér og þar í kringum okkur og þeir hafa allir möguleika en þó eru aðstæðurnar ekkert frábærar til að ná í eldingar en það dugar greinilega þarna við Þorlákshöfn.“ Óli Þór segir að þetta geti staðið eitthvað fram yfir kvöldmat en svo er það búið í bili. Jón Karl Jónsson var staddur í Þorlákshöfn í dag og náði þessum myndböndum af þrumunum og eldingunum.
Veður Ölfus Tengdar fréttir Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02