Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 14:09 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28
Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30