Jákvæðni, bjartsýni og dugnaður skiptir miklu Davíð Stefánsson skrifar 15. júlí 2019 08:00 Halla Bergþóra og eiginmaðurinn Kjartan. Fréttablaðið/valli Náttúrubarnið, laxveiðikonan og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, er fimmtug á morgun. Halla Bergþóra er fædd 16. júlí 1969 á Húsavík. Hún á sterkar rætur á Laxamýri í Suður Þingeyjarsýslu. „Foreldrar mínir Björn Gunnar Jónsson og Kristjóna bjuggu þar og móðir býr enn, en faðir minn lést 1997,“ segir Halla. Faðir hennar var bóndi og móðir hennar heimavinnandi ásamt því að sinna hlutastörfum á Húsavík. Laxamýri var félagsbú tveggja bræðra og sá faðir Höllu um kúabú og bróðir hans um kindur. „Ég var því mikið í fjósi sem barn og unglingur og hef því mjög gaman af kúm. Það að alast upp á Laxamýri voru forréttindi. Ég upplifði mikið frelsi sem barn og nánd við náttúru. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið í gegnum lífið,“ segir hún. „Mér finnst jákvæðni og bjartsýni einnig mikilvæg. Við eigum alltaf að reyna að sjá það jákvæða í fólki og vinna út frá því. Dugnaður er síðan nauðsynlegur til að koma hlutunum í verk.“ Halla sótti nám í Hafralækjarskóla, en lauk grunnskóla á Húsavík 15 ára gömul. „Ég var þar um veturinn hjá vinafólki og kom heim um helgar til að hjálpa pabba í fjósinu,“ segir Halla. Hún fór síðan til Reykjavíkur 16 ára í Menntaskólann við Sund og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1989. Þá tók hún árs leyfi og vann á Alþýðublaðinu og Pressunni. Hún lauk síðan kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Lögmannsréttindi við héraðsdóm hlaut hún ári fyrr.Fyrsta lögreglukonan í Þingeyjarsýslum „Ég vann við sveitastörf alla æsku og hjálpaði alltaf til heima með fram námi og annarri vinnu. Á sumrin vann ég í kjötvinnslu á Húsavík og á sjúkrahúsinu. Seinna, með námi í lagadeild, starfaði ég sem afleysingamaður hjá lögreglunni. Ég varð fyrsta konan í Þingeyjarsýslum til að starfa sem lögreglumaður og hef æ síðan haft mikinn áhuga málefnum tengdum löggæslu og saksókn,“ segi Halla. Eftir útskrift starfaði hún hjá sýslumannsembættum bæði í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmsa málaflokka. Hún var svo sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og síðan lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í ársbyrjun 2015. Kynntust í Kverkfjöllum Eiginmaður Höllu, Kjartan Jónsson er frá Húsavík. Hann er rafmagnsiðnfræðingur og vinnur hjá Verkís. „Við erum bæði að norðan en kynntumst fyrst í Kverkfjöllum og leiðir okkar lágu saman nokkrum árum síðar. Saman eigum við tvö börn. Jón, sem er að verða 16 ára, og Jónu Birnu, 13 ára.“ Áhugamál Höllu eru flest tengd útivist. Þar eru gönguferðir með eiginmanninum og fjölskyldu ómissandi. Hundurinn Brúnó Rex er sjaldan fjarri. „Ég hef gaman af því að veiða lax og silung og veiði nær eingöngu í Laxá í Aðaldal fyrir Laxamýrarlandi,“ segir Halla. „Mér finnst svo nærandi að veiða. Hlusta á nið árinnar, lykta af gróðrinum, fylgjast með fuglalífi, og sjá hvernig áin breytist við mismunandi veðurskilyrði. Og svo er það spennan við að veiða lax. Ég hef fengið náttúruna beint í æð. Með aldrinum verður náttúruvernd mér æ mikilvægari.“ Halla er alæta á bækur. Þegar hún var yngri las hún allar bækur sem til voru á Laxamýri, allt frá rómantík til ævisagna. „Nú hef ég ekki eins mikinn tíma en er samt oftast með tvær til þrjár bækur á náttborðinu,“ segi hún. Aðspurð segir Halla að aldurinn leggst mjög vel í sig. „Ég er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ að eldast. Maður hugsar aðeins til baka á svona tímamótum og sér hvað tíminn er ótrúlega afstæður. Mér finnst tíminn líða mjög hratt og velti því fyrir mér hvort sú tilfinning eigi enn eftir að aukast. Þá verða bara alltaf jól – sem er í sjálfu sér ekki slæmt,“ segir hún hlæjandi.En hvað á gera í tilefni afmælisins? „Ég býð starfsfélögunum upp á afmæliskaffi í vinnunni á morgun. Eftir vinnu fer ég á Laxamýri með fjölskylduna að hitta móður mína, bróður minn og hans fjölskyldu. Finnst líklegt að við borðum eitthvað gott saman og eigum góðan tíma. Svo stefni ég á að halda einhverja gleði um næstu helgi fyrir vini,“ segir Halla Bergþóra. Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Náttúrubarnið, laxveiðikonan og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, er fimmtug á morgun. Halla Bergþóra er fædd 16. júlí 1969 á Húsavík. Hún á sterkar rætur á Laxamýri í Suður Þingeyjarsýslu. „Foreldrar mínir Björn Gunnar Jónsson og Kristjóna bjuggu þar og móðir býr enn, en faðir minn lést 1997,“ segir Halla. Faðir hennar var bóndi og móðir hennar heimavinnandi ásamt því að sinna hlutastörfum á Húsavík. Laxamýri var félagsbú tveggja bræðra og sá faðir Höllu um kúabú og bróðir hans um kindur. „Ég var því mikið í fjósi sem barn og unglingur og hef því mjög gaman af kúm. Það að alast upp á Laxamýri voru forréttindi. Ég upplifði mikið frelsi sem barn og nánd við náttúru. Ég tel að það hafi hjálpað mér mikið í gegnum lífið,“ segir hún. „Mér finnst jákvæðni og bjartsýni einnig mikilvæg. Við eigum alltaf að reyna að sjá það jákvæða í fólki og vinna út frá því. Dugnaður er síðan nauðsynlegur til að koma hlutunum í verk.“ Halla sótti nám í Hafralækjarskóla, en lauk grunnskóla á Húsavík 15 ára gömul. „Ég var þar um veturinn hjá vinafólki og kom heim um helgar til að hjálpa pabba í fjósinu,“ segir Halla. Hún fór síðan til Reykjavíkur 16 ára í Menntaskólann við Sund og lauk stúdentsprófi þaðan árið 1989. Þá tók hún árs leyfi og vann á Alþýðublaðinu og Pressunni. Hún lauk síðan kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla árið 1999. Lögmannsréttindi við héraðsdóm hlaut hún ári fyrr.Fyrsta lögreglukonan í Þingeyjarsýslum „Ég vann við sveitastörf alla æsku og hjálpaði alltaf til heima með fram námi og annarri vinnu. Á sumrin vann ég í kjötvinnslu á Húsavík og á sjúkrahúsinu. Seinna, með námi í lagadeild, starfaði ég sem afleysingamaður hjá lögreglunni. Ég varð fyrsta konan í Þingeyjarsýslum til að starfa sem lögreglumaður og hef æ síðan haft mikinn áhuga málefnum tengdum löggæslu og saksókn,“ segi Halla. Eftir útskrift starfaði hún hjá sýslumannsembættum bæði í Reykjavík og á Húsavík, lögmannsstofu í Reykjavík sem lögmaður, og í dómsmálaráðuneytinu frá 2002-2009 við ýmsa málaflokka. Hún var svo sett sýslumaður og lögreglustjóri á Akranesi 2009 og síðan lögreglustjóri á Norðurlandi eystra í ársbyrjun 2015. Kynntust í Kverkfjöllum Eiginmaður Höllu, Kjartan Jónsson er frá Húsavík. Hann er rafmagnsiðnfræðingur og vinnur hjá Verkís. „Við erum bæði að norðan en kynntumst fyrst í Kverkfjöllum og leiðir okkar lágu saman nokkrum árum síðar. Saman eigum við tvö börn. Jón, sem er að verða 16 ára, og Jónu Birnu, 13 ára.“ Áhugamál Höllu eru flest tengd útivist. Þar eru gönguferðir með eiginmanninum og fjölskyldu ómissandi. Hundurinn Brúnó Rex er sjaldan fjarri. „Ég hef gaman af því að veiða lax og silung og veiði nær eingöngu í Laxá í Aðaldal fyrir Laxamýrarlandi,“ segir Halla. „Mér finnst svo nærandi að veiða. Hlusta á nið árinnar, lykta af gróðrinum, fylgjast með fuglalífi, og sjá hvernig áin breytist við mismunandi veðurskilyrði. Og svo er það spennan við að veiða lax. Ég hef fengið náttúruna beint í æð. Með aldrinum verður náttúruvernd mér æ mikilvægari.“ Halla er alæta á bækur. Þegar hún var yngri las hún allar bækur sem til voru á Laxamýri, allt frá rómantík til ævisagna. „Nú hef ég ekki eins mikinn tíma en er samt oftast með tvær til þrjár bækur á náttborðinu,“ segi hún. Aðspurð segir Halla að aldurinn leggst mjög vel í sig. „Ég er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ að eldast. Maður hugsar aðeins til baka á svona tímamótum og sér hvað tíminn er ótrúlega afstæður. Mér finnst tíminn líða mjög hratt og velti því fyrir mér hvort sú tilfinning eigi enn eftir að aukast. Þá verða bara alltaf jól – sem er í sjálfu sér ekki slæmt,“ segir hún hlæjandi.En hvað á gera í tilefni afmælisins? „Ég býð starfsfélögunum upp á afmæliskaffi í vinnunni á morgun. Eftir vinnu fer ég á Laxamýri með fjölskylduna að hitta móður mína, bróður minn og hans fjölskyldu. Finnst líklegt að við borðum eitthvað gott saman og eigum góðan tíma. Svo stefni ég á að halda einhverja gleði um næstu helgi fyrir vini,“ segir Halla Bergþóra.
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira