Efast um tölurnar í dómnum Ari Brynjólfsson skrifar 13. júlí 2019 07:00 Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. Fréttablaðið/Pjetur „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjarins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maímánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónulegur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísafjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét persónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vestfjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endurskoðun hjá endurskoðunarskrifstofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísafjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti. 3. júlí 2019 13:01