Almenningsrými við Miðbakka opnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:45 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30