Hótanir vegna tilkynningar um lausagöngu hunda Jakob Bjarnar skrifar 10. júlí 2019 15:50 Hundarnir tveir sem um ræðir. Tilkynning hreppsins um að þeir yrðu aflífaðir ef þeirra yrði ekki vitjað virðast hafa kallað fram nokkurn ofsa meðal hundavina. Grímsnes- og Grafningshr./Facebook Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Starfsfólki sveitafélags Grímsness- og Grafningshrepps hafa borist hótanir í kjölfar þess að gefin var út óvarlega orðuð tilkynning um lausagöngu hunda. Birt var mynd af tveimur hundum og þeir sagðir í vörslu sveitarfélagsins. Eigendum hundanna var vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristján hundafangara en verði hundanna ekki vitjað fyrir 15. júlí verði þeir aflífaðir.Fjarlægðu færsluna vegna úlfúðar Svo virðist sem þetta hafi farið þversum í margan ákafan hundavininn því samkvæmt nýrri tilkynningu frá sveitarfélaginu hefur starfsfólki hreppsins borist hótanir. „Yfirvöldum sveitarfélagsins ber að auglýsa handsömun á hundum líkt og var gert og var því ekkert athugavert við það þar sem verið var að framfylgja áðurnefndri samþykkt,“ segir í tilkynningu sem sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar segir jafnframt:Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, stendur í ströngu vegna lausagöngu hunda og eftirmála vegna tilkynningar um slíka.„Færslan vakti talsverða athygli og fékk mikla umfjöllun. Hún varð til þess að eigendur hafa fundist og samkvæmt okkar upplýsingum verður þeirra vitjað fyrir þann tíma sem gefinn var upp. Því miður varð að fjarlægja áðurnefnda færslu vegna hótana í garð starfsfólks sveitarfélagsins og annarra og munu þær hótanir verða tilkynntar til lögreglu.“ Deila má um orðalagið Þá segir að vissulega megi deila um orðalag í færslunni og í tilgreindum samþykktum um hundahald og verði hvoru tveggja skoðað í kjölfar þessa máls. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Ingibjörgu Harðardóttur, sveitarstjóra með það fyrir augum að fá frekari upplýsingar um þessar hótanir en án árangurs.Uppfært: Í upphaflegri frétt var talað um líflátshótanir. Ekki hefur verið staðfest að um líflátshótanir hafi verið að ræða.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Sögðust ætla að aflífa ósótta hunda Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps skrifar undir færslu þar sem fram kemur að tveir hundar í óskilum yrðu aflífaðir, yrði þeirra ekki vitjað fyrir næsta mánudag. 10. júlí 2019 11:21