Hvalreki Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sagan kennir okkur svo ekki verður um villst að landflótta fólk sem hefur orðið að yfirgefa ættlönd sín hefur víðast hvar orðið brautryðjendur nýrra hugmynda og umbóta í nýjum heimkynnum. Fólki sem leitar til nýrra landa í stórum hópum fylgja vissulega vandamál, en þau eru lítil miðað við ávinninginn. Þetta blasir við í listum, íþróttum, menningu og vísindum þar sem einstaklingar öðlast frægð, en á ekki síður við á öðrum sviðum, svo sem í iðngreinum og matargerð. Iðnaðarmenn, verkafólk og kokkar hverfa oftast í fjöldann, en skapa nafnlausir sameiginlega grósku, sem við öll njótum góðs af. Séra Magnús Erlingsson á Ísafirði skrifaði nýlega grein í Bæjarins besta sem hann nefnir: „Innflytjendur eru bónus.“ Í hófstilltu máli tínir hann til röksemdir og dæmi um þann ábata sem innflytjendur færa okkur: „Stjórnmálamenn tala gjarnan um kostnað,“ segir hann, og nefnir tungumálanám og læknisþjónustu. En bætir svo við: „Í raun liggur þetta í augum uppi ef við hugsum okkur aðeins um. Hinn venjulegi Íslendingur, sem fæddur er hér heima, sækir barnaskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu þar til hann er orðinn rúmlega tvítugur,“ segir presturinn og bendir á, að litið sé á það sem fjárfestingu, sem greiðist til baka á starfsævinni. Hann tekur svo dæmi af tvítugum Afríkumanni, sem fer að vinna eftir stutt íslenskunámskeið og borgar síðan skatta til samfélags, sem hefur haft sáralítil útgjöld af honum. Þar fyrir utan sé innflytjandinn gjarnan reiðubúinn – til að byrja með – að ganga í störf, sem landanum finnast óspennandi, en eru þó ómissandi í gangverki atvinnulífsins. Síðan bendir presturinn á þá staðreynd, sem kannanir í löndum allt í kringum okkur staðfesta, að innflytjendur eru gjarnan naskir á viðskiptatækifæri. Þeir komi auga á þarfir, sem sjálfsagt þykir að uppfylla á þeirra fyrri heimaslóð, en enginn sinnir í nýjum heimkynnum. „Hafið þið ekki tekið eftir hversu margir innflytjendur stofna fyrirtæki á Íslandi, matsölustaði og fleira? Innflytjendur eru hvalreki,“ skrifar séra Magnús, og bendir á að 52 prósent allra nýrra fyrirtækja í Silicon-dalnum í Kaliforníu á þessari öld eigi rætur að rekja til innflytjenda. „Fólk sem flytur á milli landa, er gjarnan frumkvöðlar sem þora að taka áhættu.“ Loks bendir séra Magnús á Japana, sem hafa um árabil lokað á útlent fólk og dregist stórlega afturúr efnahagslega. Þeir hafi áttað sig á villu síns vegar, horfi á Silicon-dalinn sem fyrirmynd og séu nú að snúa við blaðinu, vilji fá til sín ungt fólk til að örva tæknivætt atvinnulífið. „Svo er það líka hluti af því að vera manneskja, að sýna mannúð, sýna öðrum vináttu og hjálpsemi. Slíkt borgar sig. Kærleikurinn sigrar heiminn – ekki hatrið." Hér er tekið undir hvert orð prestsins fyrir vestan.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun