Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. júlí 2019 15:00 Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Skjáskot/Stöð 2 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira