27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2019 20:00 Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Sjá meira
Móðir á Selfossi, sem jarðaði tuttugu og sjö ára gamlan son sinn í síðustu viku segir að ráðamenn þjóðarinnar verði að vakna og gera eitthvað róttækt í málefnum þeirra, sem eiga við fíkniefnavanda að stríða. Sonur hennar leitaði á geðdeild og bað um innlögn en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Albert Ísleifsson, 27 ára gamall Selfyssingur var jarðaður frá Selfosskirkju síðasta föstudag, 19. júlí. Albert gekk í gegnum súrt og sætt um ævina, byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Rétt áður en hann dó vegna ofneyslu fíkniefna hafði hann farið á geðdeild Landspítalans og beðið um innlögn, hann þyrfti aðstoð. „Honum voru bara boðin einhvern lyf, hann hefði þyrft á innlögn, hann sagði mér alveg að hann væri með sjálfsmorðshugleiðingar og þar fram eftir götunum. Hann hefði þurft að komast í innlögn í einhverjar vikur til að komast yfir pyttinn en það var ekkert gert, hann fékk bara lyfseðil fyrir pillum“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir Alberts heitins.Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins.Magnús HlynurSigrún segist alveg vera búin að fá nóg af ráðaleysi ráðamanna og heilbrigðiskerfisins þegar kæmi að veiku ungu fólki með fíkniefnavanda. „Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“. Albert var 27 ára Selfyssingur, sem átti þrjá bræður og köttinn Jökul, sem var mjög hændur honum.Magnús HlynurSigrún sem á þrjá aðra stráka segist hafa áhyggjur af þeim og velferð þeirra eftir andlát Alberts. Hún segist ekki geta sætt sig við það að vera búin að missa drenginn sinn vegna úrræðaleysis í kerfinu. „Það er bara hræðilegt, bara hryllingur, þetta er tilfinning sem ég óska engum að lenda í. Girðið ykkur í brók ráðamenn þessa lands og farið að vinna vinnuna ykkar, vinna fyrir laununum, öll þessi laun sem þið fáið, reynið að vinna fyrir þeim“, segir Sigrún.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Settu bílslys á svið Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Sjá meira