„Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:15 Gísli Pálmi er meðal áhrifameiri rapptónlistarmanna landsins. Lag hans Set mig í gang, sem kom út árið 2011, er af mörgum talið hafið blásið nýju lífi í íslenska rappið. Vísir/Vilhelm „Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar. Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar.
Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47
Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45