Mýtur um veitt og sleppt á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2019 10:00 Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar