Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 08:31 Frá vettvangi í Hafnarfirði um klukkan 8 í morgun. Vísir/Jói K. Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20