Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 13:43 Vindbelgarfjall í Mývatnssveit skartar sínu fegursta í sumar. Vísir/Vilhelm Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“ Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“
Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira