Gylfi varð dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar á þessum degi fyrir tveimur árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 19:00 Gylfi Sigurðsson kynntur sem nýr leikmaður Everton fyrir tveimur árum. Getty/Jan Kruger Í dag eru liðin tvö ár síðan að Everton gekk frá kaupunum á íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea City. Everton borgaði Swansea 40 milljónir punda fyrir Gylfa og gerði hann þar með ekki aðeins að dýrasta leikmanninum í sögu Everton heldur einnig dýrasta leikmanninum í sögu fótboltans í Bítlaborginni. Gylfi kostaði tæpum fjórum milljónum punda meira en Mohamed Salah sem Liverpool hafði keypt fyrr um sumarið. Enska úrvalsdeildin minntist þessara tímamóta á Twitter-síðu sinni í dag og birti myndbönd með mörgum af glæsilegustu mörkum Gylfa í búningi Everton.#OnThisDay in 2017, Gylfi Sigurdsson joined @Everton - it's been screamers and stunners ever since pic.twitter.com/hMP1ms1Sjj — Premier League (@premierleague) August 16, 2019Gylfi er búinn að skora 17 mörk og gefa 9 stoðsendingar á þessum tveimur tímabilum sínum með Everton, 4 mörk í 27 leikjum 2017-18 og svo 13 mörk í 38 leikjum í fyrra. Gylfi er ekki lengur sá dýrasti í sögu Liverpool borgar því Liverpooll keypti Virgil van Dijk fyrir 75 milljónir punda í janúar 2018. Í sumar voru einhverjar vangaveltur í ensku miðlunum um að Wilfried Zaha myndi slá met Gylfa ef Everton keypti hann frá Crystal Palace. Ekkert varð þó af þeim kaupum og Gylfi er ennþá dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton. Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Í dag eru liðin tvö ár síðan að Everton gekk frá kaupunum á íslenska landsliðsmiðjumanninum Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea City. Everton borgaði Swansea 40 milljónir punda fyrir Gylfa og gerði hann þar með ekki aðeins að dýrasta leikmanninum í sögu Everton heldur einnig dýrasta leikmanninum í sögu fótboltans í Bítlaborginni. Gylfi kostaði tæpum fjórum milljónum punda meira en Mohamed Salah sem Liverpool hafði keypt fyrr um sumarið. Enska úrvalsdeildin minntist þessara tímamóta á Twitter-síðu sinni í dag og birti myndbönd með mörgum af glæsilegustu mörkum Gylfa í búningi Everton.#OnThisDay in 2017, Gylfi Sigurdsson joined @Everton - it's been screamers and stunners ever since pic.twitter.com/hMP1ms1Sjj — Premier League (@premierleague) August 16, 2019Gylfi er búinn að skora 17 mörk og gefa 9 stoðsendingar á þessum tveimur tímabilum sínum með Everton, 4 mörk í 27 leikjum 2017-18 og svo 13 mörk í 38 leikjum í fyrra. Gylfi er ekki lengur sá dýrasti í sögu Liverpool borgar því Liverpooll keypti Virgil van Dijk fyrir 75 milljónir punda í janúar 2018. Í sumar voru einhverjar vangaveltur í ensku miðlunum um að Wilfried Zaha myndi slá met Gylfa ef Everton keypti hann frá Crystal Palace. Ekkert varð þó af þeim kaupum og Gylfi er ennþá dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton.
Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira