Hinsegin skjöl? Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. ágúst 2019 13:00 Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið [email protected] eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið [email protected] eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar