Hugleiðing um mögulega rökvillu Ástþór Ólafsson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar