Íslendingar sendir eftir hreyflinum sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Íslendingarnir þrír eru hér lengst til vinstri. Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira