Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Alma D. Möller er landlæknir en embættið fór í úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma í ljósi ábendinga frá notendum. Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar. Samkvæmt tilkynningu á vef landlæknis var farið í úttektina í ljósi ábendinga sem borist höfðu embætti landlæknis frá notendum heilbrigðisþjónustu. Við gerð úttektarinnar var stuðst við margvísleg gögn sem og upplýsingar sem fengust með viðtölum við hlutaðeigandi aðila. Í tilkynningunni segir: „Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú 2-12 mánuðir sem er mun lengri en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði notenda þjónustunnar. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það. Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi og skoða þarf það sérstaklega. Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun.“ Ábendingar embættis landlæknis vegna málsins eru margvíslegar og snúa að ýmsum aðilum innan heilbrigðiskerfisins sem sinna gigtveikum:Heilbrigðisráðuneyti• Efla aðgengi sjúklinga með gigtarsjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild gigtar LSH eða starfstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna.• Jafna aðgengi að þjónustu eftir búsetu sjúklinga svo sem með fjarheilbrigðisþjónustu eða skipulagningu þjónustu í heimabyggð.• Skipuleggja vinnustofu með fulltrúum þjónustuveitenda, fulltrúum notenda, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðuneyti og e.t.v. fleiri aðilum með það í huga að sameinast um skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.• Efla þjónustu við börn með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi.Göngudeild gigtar LSH• Skilgreina hlutverk göngudeildarinnar enn frekar til að hámarka skilvirkni og lágmarka sóun.Sjálfstætt starfandi gigtarlæknar• Huga að uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu.Heilsugæsla• Auka þátt heilsugæslunnar í meðferð sjúklinga með gigtarsjúkdóma, meðal annars með aðkomu þverfaglegs teymis.Þá var þeirri sameiginlegu ábendingu beint til göngudeildar gigtar LSH, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar að valdefla einstaklinga með gigtarsjúkdóma með fræðslu um heilsulæsi, heilsueflingu og skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar. Samkvæmt tilkynningu á vef landlæknis var farið í úttektina í ljósi ábendinga sem borist höfðu embætti landlæknis frá notendum heilbrigðisþjónustu. Við gerð úttektarinnar var stuðst við margvísleg gögn sem og upplýsingar sem fengust með viðtölum við hlutaðeigandi aðila. Í tilkynningunni segir: „Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú 2-12 mánuðir sem er mun lengri en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði notenda þjónustunnar. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það. Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi og skoða þarf það sérstaklega. Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun.“ Ábendingar embættis landlæknis vegna málsins eru margvíslegar og snúa að ýmsum aðilum innan heilbrigðiskerfisins sem sinna gigtveikum:Heilbrigðisráðuneyti• Efla aðgengi sjúklinga með gigtarsjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild gigtar LSH eða starfstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna.• Jafna aðgengi að þjónustu eftir búsetu sjúklinga svo sem með fjarheilbrigðisþjónustu eða skipulagningu þjónustu í heimabyggð.• Skipuleggja vinnustofu með fulltrúum þjónustuveitenda, fulltrúum notenda, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðuneyti og e.t.v. fleiri aðilum með það í huga að sameinast um skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.• Efla þjónustu við börn með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi.Göngudeild gigtar LSH• Skilgreina hlutverk göngudeildarinnar enn frekar til að hámarka skilvirkni og lágmarka sóun.Sjálfstætt starfandi gigtarlæknar• Huga að uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu.Heilsugæsla• Auka þátt heilsugæslunnar í meðferð sjúklinga með gigtarsjúkdóma, meðal annars með aðkomu þverfaglegs teymis.Þá var þeirri sameiginlegu ábendingu beint til göngudeildar gigtar LSH, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar að valdefla einstaklinga með gigtarsjúkdóma með fræðslu um heilsulæsi, heilsueflingu og skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.
Heilbrigðismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira