Nándin í veikindunum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Ég hef leyft mér á þessum vettvangi að ræða um aðstæður heilabilaðra og ástvina þeirra. Faðir minn, Bolli Gústavsson, glímdi við minnissjúkdóm í 12 ár sem rændi hann lífsgæðum hægt en örugglega. Það getur verið erfitt að vera nálægt þeim sem eru veikir. Ég man að sú djúpa og nærandi tilfinning að tilheyra og njóta umhyggju lifði með föður mínum þrátt fyrir minnisleysið. Það er mikilvægt að þau sem eru gleymin fái að njóta lífsgæða á meðan lífið varir. Eitt af því sem tilheyrir minnissjúkdómum er málstol og því þarf að finna skapandi leiðir til að vera í nándinni. Hægt er að horfa á eitthvað fallegt saman, njóta návistar dýra eða barna, hlusta á kunnuglega tónlist eða lesa fallegan texta þar sem ekki þarf að halda löngu samhengi. Þrátt fyrir að margir veldu að heimsækja ekki föður minn á sínum tíma en vildu helst muna hann eins og hann var, man ég eftir þremur kollegum hans sem létu ekki vanmátt hans aftra sér. Einn þeirra var Sigurbjörn Einarsson biskup. Eitt sinn er pabbi var orðinn mjög veikur og dvaldi á Landakotsspítala, kominn í hjólastól og málstol hans var orðið algjört, kom vakthafandi hjúkrunarfræðingur á móti mér og sagði að Sigurbjörn biskup hefði komið í heimsókn. Ég spurði hvort hann hefði staldrað lengi við og hún játti því. Síðan spurði ég hvort hann hefði náð einhverju sambandi við pabba og hún sagði mér að þeir hefðu setið lengi við gluggann þar sem kirkjan í Landakoti blasir við og haldist í hendur. Málstol föður míns kom ekki í veg fyrir að þessir orðsins menn gætu átt samfélag í vináttu og blessað þannig hvor annan. Ég geymi þessa mynd í huga mér alla tíð. Hún veitir mér huggun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef leyft mér á þessum vettvangi að ræða um aðstæður heilabilaðra og ástvina þeirra. Faðir minn, Bolli Gústavsson, glímdi við minnissjúkdóm í 12 ár sem rændi hann lífsgæðum hægt en örugglega. Það getur verið erfitt að vera nálægt þeim sem eru veikir. Ég man að sú djúpa og nærandi tilfinning að tilheyra og njóta umhyggju lifði með föður mínum þrátt fyrir minnisleysið. Það er mikilvægt að þau sem eru gleymin fái að njóta lífsgæða á meðan lífið varir. Eitt af því sem tilheyrir minnissjúkdómum er málstol og því þarf að finna skapandi leiðir til að vera í nándinni. Hægt er að horfa á eitthvað fallegt saman, njóta návistar dýra eða barna, hlusta á kunnuglega tónlist eða lesa fallegan texta þar sem ekki þarf að halda löngu samhengi. Þrátt fyrir að margir veldu að heimsækja ekki föður minn á sínum tíma en vildu helst muna hann eins og hann var, man ég eftir þremur kollegum hans sem létu ekki vanmátt hans aftra sér. Einn þeirra var Sigurbjörn Einarsson biskup. Eitt sinn er pabbi var orðinn mjög veikur og dvaldi á Landakotsspítala, kominn í hjólastól og málstol hans var orðið algjört, kom vakthafandi hjúkrunarfræðingur á móti mér og sagði að Sigurbjörn biskup hefði komið í heimsókn. Ég spurði hvort hann hefði staldrað lengi við og hún játti því. Síðan spurði ég hvort hann hefði náð einhverju sambandi við pabba og hún sagði mér að þeir hefðu setið lengi við gluggann þar sem kirkjan í Landakoti blasir við og haldist í hendur. Málstol föður míns kom ekki í veg fyrir að þessir orðsins menn gætu átt samfélag í vináttu og blessað þannig hvor annan. Ég geymi þessa mynd í huga mér alla tíð. Hún veitir mér huggun.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar