Til hamingju, Áslaug Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar