Halda því fram að Mourinho hafi neitað að kaupa Virgil van Dijk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 08:30 Virgil van Dijk á blaðamannafundi með hollenska landsliðinu. Getty/VI Images Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, væri kannski ennþá knattspyrnustjóri félagsins ef hann hefði keypt hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018. Portúgalinn sagði hins vegar nei takk og missti síðan starfið sitt tæpu ári síðar. Liverpool keypti Virgil van Dijk í staðinn frá Southampton og sér ekki eftir því í dag. Van Dijk er nú í hópi bestu leikmanna heims á öllum verðlaunahátíðum UEFA og FIFA. Liverpool var allt annað lið með Virgil van Dijk innanborðs og vann Meistaradeildina síðasta vor. Á sama tíma gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United og Jose Mourinho var rekinn í desember. Vandræði liðsins snéru ekki síst um varnarleikinn en United bætti úr því með því að kaupa Harry Maguire í haust. Þá var hins vegar skaðinn skeður og liðið ekki lengur í Meistaradeildinni.Jose Mourinho reportedly refused to sign Virgil van Dijk in January 2018, before he joined Liverpool. That's what the papers are saying. The gossip: https://t.co/skmvzYrU9n#bbcfootballpic.twitter.com/i8YnuWp7Yj — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2019Blaðamenn The Independent hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho hafi sagt við yfirmenn sína hjá Manchester United að hann vildi ekki kaupa hollenska miðvörðinn. Miðverðirnir sem Jose Mourinho keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United voru þeir Eric Bailly og Victor Lindelof en á þessum tíma, í janúar 2018, sóttist Portúgalinn ekki eftir því að kaupa fleiri miðverði. Það breyttist hins vegar um sumarið. Miguel Delaney skrifaði um þetta í The Independent og gerði mikið úr því að það á ekki að sjást hjá félagi eins og Manchester United að stjóri segi nei við háklassa miðverði í janúar en þurfi svo lífsnauðsynlega á miðverði að halda nokkrum mánuðum síðar.Manchester United were ready to bid for Virgil van Dijk in January 2018, only for Jose Mourinho to say no as he didn't feel he needed a centre-back, according to The Independent pic.twitter.com/pZQK7Iitzu — Goal Malaysia (@Goal_MY) September 5, 2019 Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk en einu og hálfu ári síðar keypti Manchester United Maguire frá Leicester City fyrir 85 milljónir punda og gerði hann að dýrasta varnarmanni heims. Van Dijk var kosinn besti leikmaður síðasta tímabils hjá UEFA og þykir líklegur til að hljóta Gullknöttinn í ár sem besti knattspyrnurmaður heims árið 2019. Hann er þegar orðinn goðsögn hjá Liverpool og mikill leiðtogi innan liðsins. Van Dijk er 27 ára gamall og er staddur með hollenska landsliðinu sem mun mæta Þýskalandi í kvöld í undankeppni EM 2020. Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, væri kannski ennþá knattspyrnustjóri félagsins ef hann hefði keypt hollenska miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018. Portúgalinn sagði hins vegar nei takk og missti síðan starfið sitt tæpu ári síðar. Liverpool keypti Virgil van Dijk í staðinn frá Southampton og sér ekki eftir því í dag. Van Dijk er nú í hópi bestu leikmanna heims á öllum verðlaunahátíðum UEFA og FIFA. Liverpool var allt annað lið með Virgil van Dijk innanborðs og vann Meistaradeildina síðasta vor. Á sama tíma gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United og Jose Mourinho var rekinn í desember. Vandræði liðsins snéru ekki síst um varnarleikinn en United bætti úr því með því að kaupa Harry Maguire í haust. Þá var hins vegar skaðinn skeður og liðið ekki lengur í Meistaradeildinni.Jose Mourinho reportedly refused to sign Virgil van Dijk in January 2018, before he joined Liverpool. That's what the papers are saying. The gossip: https://t.co/skmvzYrU9n#bbcfootballpic.twitter.com/i8YnuWp7Yj — BBC Sport (@BBCSport) September 6, 2019Blaðamenn The Independent hafa heimildir fyrir því að Jose Mourinho hafi sagt við yfirmenn sína hjá Manchester United að hann vildi ekki kaupa hollenska miðvörðinn. Miðverðirnir sem Jose Mourinho keypti sem knattspyrnustjóri Manchester United voru þeir Eric Bailly og Victor Lindelof en á þessum tíma, í janúar 2018, sóttist Portúgalinn ekki eftir því að kaupa fleiri miðverði. Það breyttist hins vegar um sumarið. Miguel Delaney skrifaði um þetta í The Independent og gerði mikið úr því að það á ekki að sjást hjá félagi eins og Manchester United að stjóri segi nei við háklassa miðverði í janúar en þurfi svo lífsnauðsynlega á miðverði að halda nokkrum mánuðum síðar.Manchester United were ready to bid for Virgil van Dijk in January 2018, only for Jose Mourinho to say no as he didn't feel he needed a centre-back, according to The Independent pic.twitter.com/pZQK7Iitzu — Goal Malaysia (@Goal_MY) September 5, 2019 Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk en einu og hálfu ári síðar keypti Manchester United Maguire frá Leicester City fyrir 85 milljónir punda og gerði hann að dýrasta varnarmanni heims. Van Dijk var kosinn besti leikmaður síðasta tímabils hjá UEFA og þykir líklegur til að hljóta Gullknöttinn í ár sem besti knattspyrnurmaður heims árið 2019. Hann er þegar orðinn goðsögn hjá Liverpool og mikill leiðtogi innan liðsins. Van Dijk er 27 ára gamall og er staddur með hollenska landsliðinu sem mun mæta Þýskalandi í kvöld í undankeppni EM 2020.
Enski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira