Ætla að þrefalda framleiðslu á plöntum til nýskógræktar Sveinn Arnarsson skrifar 2. september 2019 06:15 Mikilvægt er að stöðva losun kolefnis með endurheimt jarðvegs og auka skógrækt til að binda kolefni. Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Á Íslandi hafa um þrjár milljónir skógarplantna verið framleiddar árlega eftir bankahrunið árið 2008. Framleiðslan jókst hins vegar lítillega á síðasta ári og nú er stefnt að því að um fjórar milljónir plantna verði framleiddar á þessu ári til nýskógræktar. Nýskógrækt fór ekki varhluta af efnahagshruninu í lok árs 2008 því að eftir hrun minnkuðu framlög til málaflokksins um helming. Fjármagnið hefur ekki hækkað að því marki að ná fyrra horfi. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar, segir mikilvægt að gróðursetja fleiri plöntur og að stefnan sé að þrefalda núverandi framleiðslu skógarplantna til nýskógræktar.Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktarinnar.Í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar segir að ráðist verði í umfangsmikið átak við endurheimt votlendis, birkiskóga og kjarrlendis, stöðvun jarðvegseyðingar og frekari landgræðslu og nýskógrækt til að vinna sérstaklega að markmiði um kolefnishlutleysi. Þar muni um fjórum milljörðum króna varið til þess á fimm árum. Pétur segir mikilvægt að hugsa um fleiri tegundir en birki því íslenska birkið bindi ekki kolefni eins vel og önnur tré. „Birki bindur mjög lítið kolefni. Við getum gert ráð fyrir um þremur tonnum á hektara á ári í samfelldum birkiskógi sem kominn er í góðan vöxt. Allt að sjöfalt meiri birkiskóg þarf að rækta til að ná sömu bindingu og næst með ræktun gjöfulli tegunda eins og alaskaaspar, sitkagrenis, stafafuru og lerkis,“ segir Pétur. „Skógræktin heldur sig við þá stefnu sem sett var fram á síðasta ári og hlaut brautargengi í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar, að árleg gróðursetning verði fjórfölduð í áföngum fram til ársins 2023. Þá verði með öðrum orðum gróðursettar árlega um tólf milljónir skógarplantna.“ Pétur segir mikilvægt að framleiða og gróðursetja vel á næstu árum til að ná markmiðum stjórnvalda. „Í áherslum Skógræktarinnar hefur verið lögð til sú stefna að Íslendingar bindi um miðja öldina um fjórðung af þeirri losun sem þjóðin þarf nú að taka ábyrgð á samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Það þýðir bindingu upp á eina milljón tonna koltvísýrings á ári um miðja þessa öld. Ef farið verður eftir þeim tillögum sem Skógræktin hefur lagt fram um fjórföldun nýskógræktar næst þetta markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira