Komdu í (loftslags)verkfall! Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. september 2019 15:47 Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar