Aukið vald Alþingis í varnarmálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2019 15:00 Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun