Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Hluti þeirra fornbíla sem flutningabílarnir óku frá höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021. Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15