Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2019 19:00 Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP. Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hvorki hægriblokk Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra og Líkúd-flokksins né miðju-vinstri blokk Benjamíns Gantz og hans Bláhvíta bandalags náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fram fóru í Ísrael í gær. Flokkar hliðhollir Netanjahú fá samtals 55 sæti af 120 og eru því ansi nálægt meirihluta. Hann þarf hins vegar að fá til liðs við sig Yisrael Beiteinu, flokk fyrrverandi varnarmálaráðherrans Avigdors Lieberman, sem sleit stjórnarsamstarfi við Líkúd. En Lieberman, sem er í oddastöðu, vill ekki ganga aftur inn í gömlu stjórnina. „Það er einungis eitt í stöðunni. Breitt samstarf Yisrael Beiteinu, Líkúd og Bláhvítra,“ sagði hann í nótt. Gantz sagðist hrifinn af hugmyndinni. Vill mynda stjórn með Yisrael Beiteinu, Verkamannaflokknum og Líkúd en án Netanjahús. Ólíklegt er að Netanjahú lítist á þá hugmynd. Komist hann ekki til valda, og nái í gegn frumvarpi sem bannar ákærur á hendur forsætisráðherra, á hann yfir höfði sér ákæru fyrir þátt sinn í spillingarmálum. Þótt ísraelskir Arabar, um fimmtungur íbúa, hafi margir fagnað því að sameinað framboð Arabalsita hafi náð þrettán sætum eru ekki allir ánægðir með niðurstöðurnar. „Hvort sem þetta verða Bláhvít eða Netanjahú, þetta er allt saman eins. Ekkert þeirra vill Araba. Ég kalla eftir því að arabískir þingmenn fari ekki á hnén. Við höfum okkar kröfur, okkar stolt, og krefjumst virðingar,“ sagði verslunarmaðurinn Omar Kassoum við AP.
Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01