Engin kostnaðaráætlun gerð vegna komu Mike Pence Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 15:26 Katrín fylgist grannt með Pence áður en þau héldu inn á fund sinn í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í gær. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna.
Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57