Efast um forsendur fjárlaga Sveinn Arnarsson skrifar 13. september 2019 07:15 Bjarni Benediktsson mælti fyrir fjárlögunum í gær. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira