Sonur Gary Lineker nærri því myrtur á fótboltaleik í Afríku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2019 12:00 Gary Lineker er þekktur sjónvarpsmaður. vísir/getty Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira