Ólíkt gengi innan vallar og utan hans Hjörvar Ólafsson skrifar 28. september 2019 10:00 Það er mikill hiti undir Ed Woodward. Vísir/Getty Enska knattspyrnufélagið Manchester United birti í vikunni ársreikning sinn. Þrátt fyrir að allflestir stuðningsmenn keppist við að finna eigendum félagsins, Glazier-fjölskyldunni, allt til foráttu vegna slæms gengis karlaliðs félagsins þá verður ekki af Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins, tekið að hann er slyngur rekstrarmaður. Woodward sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann kynnti ársreikning félagsins að sú staðreynd að liðið leiki ekki í Meistaradeild Evrópu hafi vissulega slæm áhrif á fjárhagsstöðuna. Taka þurfi tillit til þess við gerð áætlunar um að koma liðinu aftur í fremstu röð. Markmiðið sé hins vegar að vera farin að keppa um stóru titlana sem í boði eru eftir tvö til þrjú ár. Manchester United skilaði tekjum upp á 627,1 milljón punda sem samsvarar tæplega 96 milljörðum sem er met hjá félaginu. Hagnaður fjárhagsársins var svo 7,7 milljarðar. Fram kemur í ársreikningum að samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári eigi Manchester United 1,1 milljarða stuðningsmenn á heimsvísu, samanborið við tæplega 700.000 milljónir árið 2011. Þessi fjöldi stuðningsmanna sem kemur hvaðanæva að úr heimskringlunni verður til þess að félagið hefur getað aukið auglýsingatekjur sínar úr rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna í um það bil 42 milljarða. Þá hafa tekjur vegna sjónvarpsútsendinga meira en tvöfaldast úr 16 milljörðum í 38 milljarða. Tekjur af leikdegi hafa hins vegar verið í kringum tæpa 17 milljarða síðustu fjögur tímabil.Margir öflugir styrktaraðilar treysta fjárhaginn Það er varla til sú vörutegund þar sem Manchester United er ekki með ákveðið vörumerki sem merki félagsins. Þá er mismunandi eftir löndum hvaða vörumerki eru opinber stuðningsaðili félagsins. Félagið er til dæmis með samning við gosdrykkjaframleiðanda í Nígeríu, kínveskan koddaframleiðanda og fjármálafyrirtæki í Ekvador. Vilji stuðningsmenn Manchester United gera sér glaðan dag er þeim uppálagt að drekka léttvín frá Casillero del Diablo og viskí frá Chivas. Styrktarsamningar félagsins eiga á bilinu tvö til fimm ár eftir af gildistíma sínum og tæplega helmingur af tekjum félagsins koma úr þessum samningum. Því er fjárhagsstaða félagsins mjög trygg næstu árin óháð því hvort að liðið komist í Meistaradeild eður ei þrátt fyrir að tekjur félagsins aukist auðvitað umtalsvert takist því að tryggja sér sæti þar næsta vor. Til þess að mæta því tekjutapi sem verður vegna þess að liðið leikur í Evrópudeildinni í stað Meistaradeildar Evrópu á yfirstandandi leiktíð og minnka fjárhagslegan skaða af því að spila mögulega ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þá eru samningar leikmanna liðsins þannig upp settir að launaliðurinn er minnkaður en bónusar vegna þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og svo útsláttarkeppni þeirrar keppni hækkaðir.Tekjur af fjölmiðlaútsendingum gætu minnkað á næstu árum Hins vegar gætu tekjur félagsins vegna fjölmiðlaréttinda á evrópska efnahagssvæðinu (EES) minnkað í náinni framtíð vegna mögulegra takmarkana af hendi breskra yfirvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða Evrópudómstólsins. Framkvæmd samkeppnislaga og breytingar á höfundaréttarreglum gætu krafist breytinga á sölulíkani félagsins. Þessar reglur gætu einnig haft neikvæð áhrif á þá upphæð sem höfundaréttarhöfundar eins og enska úrvalsdeildin getur fengið fyrir hagnýtingu réttinda innan ESB. Fyrir vikið gætu útsendingartekjur félagsins af sölu þessara réttinda minnkað á næstu árum. Líklegt er svo að mati félagsins að í framtíðinni muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja reglugerð varðandi veitingu einkaréttar á efni innan EES þar sem sala á efni með gervihnatta- eða netsendingum yfir landamæri verði annðhvort bönnuð eða takmörkuð. Nú hefur Woodward heillað þá aðila sem tengjast félaginu og hafa áhuga á fjármálum og rísandi tekjumyndun. Verkefni hans að búa til sigursælt lið hefur hins vegar ekki gengið nægjanlega vel og ólíklegt að þessi ársreikningur rói stuðingsmenn félagsins náist ekki hagstæð úrslit í leik liðsins gegn Arsenal í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Manchester United birti í vikunni ársreikning sinn. Þrátt fyrir að allflestir stuðningsmenn keppist við að finna eigendum félagsins, Glazier-fjölskyldunni, allt til foráttu vegna slæms gengis karlaliðs félagsins þá verður ekki af Ed Woodward, stjórnarformanni félagsins, tekið að hann er slyngur rekstrarmaður. Woodward sagði í samtali við fjölmiðla þegar hann kynnti ársreikning félagsins að sú staðreynd að liðið leiki ekki í Meistaradeild Evrópu hafi vissulega slæm áhrif á fjárhagsstöðuna. Taka þurfi tillit til þess við gerð áætlunar um að koma liðinu aftur í fremstu röð. Markmiðið sé hins vegar að vera farin að keppa um stóru titlana sem í boði eru eftir tvö til þrjú ár. Manchester United skilaði tekjum upp á 627,1 milljón punda sem samsvarar tæplega 96 milljörðum sem er met hjá félaginu. Hagnaður fjárhagsársins var svo 7,7 milljarðar. Fram kemur í ársreikningum að samkvæmt könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári eigi Manchester United 1,1 milljarða stuðningsmenn á heimsvísu, samanborið við tæplega 700.000 milljónir árið 2011. Þessi fjöldi stuðningsmanna sem kemur hvaðanæva að úr heimskringlunni verður til þess að félagið hefur getað aukið auglýsingatekjur sínar úr rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna í um það bil 42 milljarða. Þá hafa tekjur vegna sjónvarpsútsendinga meira en tvöfaldast úr 16 milljörðum í 38 milljarða. Tekjur af leikdegi hafa hins vegar verið í kringum tæpa 17 milljarða síðustu fjögur tímabil.Margir öflugir styrktaraðilar treysta fjárhaginn Það er varla til sú vörutegund þar sem Manchester United er ekki með ákveðið vörumerki sem merki félagsins. Þá er mismunandi eftir löndum hvaða vörumerki eru opinber stuðningsaðili félagsins. Félagið er til dæmis með samning við gosdrykkjaframleiðanda í Nígeríu, kínveskan koddaframleiðanda og fjármálafyrirtæki í Ekvador. Vilji stuðningsmenn Manchester United gera sér glaðan dag er þeim uppálagt að drekka léttvín frá Casillero del Diablo og viskí frá Chivas. Styrktarsamningar félagsins eiga á bilinu tvö til fimm ár eftir af gildistíma sínum og tæplega helmingur af tekjum félagsins koma úr þessum samningum. Því er fjárhagsstaða félagsins mjög trygg næstu árin óháð því hvort að liðið komist í Meistaradeild eður ei þrátt fyrir að tekjur félagsins aukist auðvitað umtalsvert takist því að tryggja sér sæti þar næsta vor. Til þess að mæta því tekjutapi sem verður vegna þess að liðið leikur í Evrópudeildinni í stað Meistaradeildar Evrópu á yfirstandandi leiktíð og minnka fjárhagslegan skaða af því að spila mögulega ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þá eru samningar leikmanna liðsins þannig upp settir að launaliðurinn er minnkaður en bónusar vegna þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og svo útsláttarkeppni þeirrar keppni hækkaðir.Tekjur af fjölmiðlaútsendingum gætu minnkað á næstu árum Hins vegar gætu tekjur félagsins vegna fjölmiðlaréttinda á evrópska efnahagssvæðinu (EES) minnkað í náinni framtíð vegna mögulegra takmarkana af hendi breskra yfirvalda, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða Evrópudómstólsins. Framkvæmd samkeppnislaga og breytingar á höfundaréttarreglum gætu krafist breytinga á sölulíkani félagsins. Þessar reglur gætu einnig haft neikvæð áhrif á þá upphæð sem höfundaréttarhöfundar eins og enska úrvalsdeildin getur fengið fyrir hagnýtingu réttinda innan ESB. Fyrir vikið gætu útsendingartekjur félagsins af sölu þessara réttinda minnkað á næstu árum. Líklegt er svo að mati félagsins að í framtíðinni muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setja reglugerð varðandi veitingu einkaréttar á efni innan EES þar sem sala á efni með gervihnatta- eða netsendingum yfir landamæri verði annðhvort bönnuð eða takmörkuð. Nú hefur Woodward heillað þá aðila sem tengjast félaginu og hafa áhuga á fjármálum og rísandi tekjumyndun. Verkefni hans að búa til sigursælt lið hefur hins vegar ekki gengið nægjanlega vel og ólíklegt að þessi ársreikningur rói stuðingsmenn félagsins náist ekki hagstæð úrslit í leik liðsins gegn Arsenal í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira