Martröð fram haldið Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2019 07:00 Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sex ungmenni voru handtekin á árunum 1975 og 1976 í tengslum við mannshvörf Guðmundar og Geirfinns. Mál sem áttu eftir að liggja eins og mara á þjóðinni í áratugi á eftir. Ungmennin brotnuðu í einangrunarvistinni og játuðu á sig glæpi sem upp á þau voru bornir en báru þá von í brjósti að hið sanna kæmi í ljós þegar málið kæmi fyrir dóm. Á morgun er slétt ár síðan Hæstiréttur sýknaði fimm sakborninga af öllum ákæruliðum í málunum. Stjórnmálamenn og aðrir kepptust við að stíga fram og lýsa því yfir að loks hefði réttlætið sigrað; að ekki hefði staðið steinn yfir steini í meðferð réttarkerfis okkar á sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þetta blað sló við sýknudóminn upp forsíðufyrirsögn sem sagði „Martröð er létt af þjóðinni“ eftir tilfinningaríkan dag í Hæstarétti. Það, heilum fjórum áratugum eftir að Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, lýsti því yfir við lok rannsóknar lögreglu á mannshvörfunum að martröð hefði þá verið létt af þjóðinni. Loks var hægt að taka undir þau orð, þó merkingunni hefði verið snúið á haus. Ríkið krefst nú sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem voru sýknaðir fyrir ári af því að hafa átt þátt í að verða Geirfinni að bana. Enn fremur krefst ríkið þess að Guðjón verði dæmdur til að greiða ríkinu málskostnað. Guðjón höfðaði einkamál eftir að sáttaumleitanir ríkisins við fórnarlömbin um sanngirnisbætur runnu út í sandinn. Hann fer fram á háar bætur, rúmlega 1,3 milljarða króna, en þær pyntingar sem hann mátti þola eru ólýsanlegar. Ólögleg frelsissvipting, rangir dómar, ólögmætar rannsóknaraðgerðir, ómannúðleg meðferð og ítrekuð brot gegn mannlegri reisn hans. Réttarkerfið í sinni verstu mynd. Vandasamt er að setja verðmiða á slíka lífsreynslu og um upphæðir má þrátta. Ríkið hins vegar hafnar öllum málatilbúnaði Guðjóns. Dómkrafa hans sé fyrnd. Hann hafi sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir bótakröfuna á. Ríkislögmaður bítur svo höfuðið af skömminni með því að vísa til málsatvika eins og þeim er lýst í sakfellingardómi í málinu frá 1980. Sérfræðiálit um falskar játningar sem knúnar voru fram telur hann ekkert sönnunargildi hafa. Þras ríkisins í máli Guðjóns hljómar eins og þráhyggja eftir allt sem á undan er gengið. Arftakar ömurlegs kerfis sem kallaði ólýsanlegan harm yfir fjölda fólks mann fram af manni í fjörutíu ár eiga að sýna iðrun, ábyrgð og yfirbót fyrir verk fyrirrennara sinna. Voðaverk kerfisins blasa við. Ef forsætisráðherra ber ekki gæfu til þess að stíga inn og gera sómasamlega við fólkið sem mátti þola ógeðfellt ranglæti af hálfu meingallaðs kerfis, má hún hafa ævarandi skömm fyrir.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun