Hver frásögn er fyrirmynd Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2019 16:30 Bryndís Björk Samstaða á samfélagsmiðlum getur skapað góðar aðstæður til að segja frá kynferðisofbeldi. Jákvæð viðbrögð skipta máli því neikvæð viðbrögð geta haft slæm áhrif á líðan þess sem segir frá og aukið líkur á þunglyndi. Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og dr. Rannveig Sigurvinsdóttir voru á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni en Bryndís Björk er dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og Rannveig er lektor við sömu deild. Þær hafa rannsakað frásagnir af kynferðisofbeldi á Facebook og Twitter á tímabilinu apríl 2015 til mars 2017.Viðbrögðin voru jákvæð „Frásagnir á netinu geta verið margs konar og farið fram í lokuðum og hálflokuðum hópum,“ segir Bryndís Björk. „Rannsóknin okkar gaf til kynna að af þeim 400 frásögnum sem við skoðuðum komu fram einungis jákvæð viðbrögð en engin neikvæð viðbrögð, allavega sem sýnileg voru,“ segir hún. „Það er ekki útilokað að það hafi verið einhver neikvæð viðbrögð í einkaskilaboðum eða athugasemdir sem búið hefur verið að eyða. Það að segja frá kynferðislegu ofbeldi á samfélagsmiðlum, þá skiptir máli í hvaða samhengi þú segir frá. Til að mynda sáum við í rannsókninni að tíðni frásagna jókst mikið á tímapunktum þar sem mikil umfjöllun var um málefnið í fjölmiðlum þegar til dæmis druslugangan átti sér stað og mótmæli fyrir framan lögreglustöðina í Reykjavík. Á þeim tímapunktum jókst líklega samstaða, sérstaklega í ákveðnum hópum á samfélagsmiðlum, sem skapaði jarðveg til frásagna í framhaldi,“ segir Bryndís Björk. „Í einum hópnum sem við skoðuðum, sem kallaðist Beauty tips, virðist hafa myndast samstaða og stuðningur þar sem umhverfið var jákvætt. Þetta voru í raun mjög góðar aðstæður en það þýðir ekki að allar aðstæður á netinu séu þannig. Þetta sýnir að það geta orðið til styðjandi aðstæður í hópum þar sem skapast ákveðin samstaða og samfélag þannig að þú færð traustan grunn og aðstæður til að geta sagt frá. Þér líður vel með að segja frá og þú færð jákvæð stuðningsviðbrögð á móti,“ segir Bryndís Björk, en það þarf að biðja um aðgang í hópinn þannig að það er ákveðið val inn í hann.RannveigHafa hvetjandi áhrif Sögurnar hafa hvetjandi áhrif á aðra til að segja frá. „Það er talið að sé reynslusaga þín lík einhverri frásögn sem þú hefur heyrt af þá auki það líkurnar á því að þú skilgreinir það sem þú varðst fyrir sem kynferðisofbeldi, þannig býr hver frásögn til ákveðna fyrirmynd – þessi sagði frá, kannski ég geti þá sagt frá líka,“ segir Bryndís Björk og útskýrir að það skipti máli annars vegar að sagan passi inn í normið og að það að fylgjast með svo mörgum segja frá og sjá þá einstaklinga fá stuðning sé hvetjandi til frásagnar. Hversu mikilvæg eru þessi fyrstu viðbrögð eftir að sagt er frá kynferðisofbeldi? „Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að neikvæð viðbrögð eftir frásögn um kynferðislegt ofbeldi geti haft neikvæð áhrif á líðan þess sem segir frá, til dæmis geta aukist líkur á því að viðkomandi þrói með sér þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Þá aukast líkur á því að viðkomandi segi ekki fleirum frá eða dragi frásögn sína til baka. Þá hafa þessar rannsóknir einnig gefið til kynna að jákvæð viðbrögð við frásögn geti aukið líkur á vellíðan og á því að viðkomandi segi fleirum frá og leiti sér aðstoðar,“ segir Rannveig. Er hægt að segja hvort það hafi minni eða meiri áhrif að segja frá á samfélagsmiðlum en í „raunheimum“? „Nei, það er ekki hægt að álykta um áhrifin en frásögnin tekur á sig ólíka mynd þar sem hún nær til margfalt fleiri einstaklinga og viðbrögðin eru ýmist í formi tilfinningatákna eða á skriflegu formi. Þá getur frásögnin verið hvetjandi fyrir aðra til að segja frá, eins og rannsóknin okkar gaf til kynna,“ segir Rannveig. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framhaldið? Er mikilvægt að hafa áfram þennan vettvang sem samfélagsmiðlarnir eru til að deila sögu sinni?Segja frá í fyrsta sinn „Rannsóknin okkar á frásögnum á Íslandi gefur til kynna að skapast geti góður vettvangur til frásagna um kynferðislegt ofbeldi á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingar segja frá í fyrsta sinn eða segja frá sögu sinni á hátt sem þeir hafa ekki gert áður. Við þessar aðstæður virðast þeir einnig fá mikið af jákvæðum og styðjandi viðbrögðum sem getur skipt sköpum fyrir þá,“ segir Bryndís Björk. „Þá má ætla að þegar margir einstaklingar segja frá fjölbreyttum atburðum um kynferðislegt ofbeldi hjálpi það til við að skilgreina fjölbreyttar birtingamyndir ofbeldis og hversu algengt það er. Þannig eru þessi fordæmi ákveðin fyrirmynd eða hvati til frásagnar fyrir þá sem ekki hafa sagt frá. Þá gaf rannsókn okkar til kynna að með því að verða vitni að frásögnum annarra sem fela í sér að skila skömminni geti það hjálpað fleirum að átta sig á að sökin sé ekki þeirra og að skömmin eigi heima hjá gerendum ofbeldis,“ segir Rannveig. Ætti fagfólk einhvern veginn að nálgast þennan hóp, sem kemur fram á netinu, sérstaklega til að geta hjálpað með framhaldið? „Það mikilvægasta er að mjög aðgengilegt og auðvelt sé að leita sér aðstoðar. Þannig er mikilvægt að upplýsingar liggi fyrir og séu vel auglýstar, bæði á netinu og á annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Samstaða á samfélagsmiðlum getur skapað góðar aðstæður til að segja frá kynferðisofbeldi. Jákvæð viðbrögð skipta máli því neikvæð viðbrögð geta haft slæm áhrif á líðan þess sem segir frá og aukið líkur á þunglyndi. Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og dr. Rannveig Sigurvinsdóttir voru á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni en Bryndís Björk er dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og Rannveig er lektor við sömu deild. Þær hafa rannsakað frásagnir af kynferðisofbeldi á Facebook og Twitter á tímabilinu apríl 2015 til mars 2017.Viðbrögðin voru jákvæð „Frásagnir á netinu geta verið margs konar og farið fram í lokuðum og hálflokuðum hópum,“ segir Bryndís Björk. „Rannsóknin okkar gaf til kynna að af þeim 400 frásögnum sem við skoðuðum komu fram einungis jákvæð viðbrögð en engin neikvæð viðbrögð, allavega sem sýnileg voru,“ segir hún. „Það er ekki útilokað að það hafi verið einhver neikvæð viðbrögð í einkaskilaboðum eða athugasemdir sem búið hefur verið að eyða. Það að segja frá kynferðislegu ofbeldi á samfélagsmiðlum, þá skiptir máli í hvaða samhengi þú segir frá. Til að mynda sáum við í rannsókninni að tíðni frásagna jókst mikið á tímapunktum þar sem mikil umfjöllun var um málefnið í fjölmiðlum þegar til dæmis druslugangan átti sér stað og mótmæli fyrir framan lögreglustöðina í Reykjavík. Á þeim tímapunktum jókst líklega samstaða, sérstaklega í ákveðnum hópum á samfélagsmiðlum, sem skapaði jarðveg til frásagna í framhaldi,“ segir Bryndís Björk. „Í einum hópnum sem við skoðuðum, sem kallaðist Beauty tips, virðist hafa myndast samstaða og stuðningur þar sem umhverfið var jákvætt. Þetta voru í raun mjög góðar aðstæður en það þýðir ekki að allar aðstæður á netinu séu þannig. Þetta sýnir að það geta orðið til styðjandi aðstæður í hópum þar sem skapast ákveðin samstaða og samfélag þannig að þú færð traustan grunn og aðstæður til að geta sagt frá. Þér líður vel með að segja frá og þú færð jákvæð stuðningsviðbrögð á móti,“ segir Bryndís Björk, en það þarf að biðja um aðgang í hópinn þannig að það er ákveðið val inn í hann.RannveigHafa hvetjandi áhrif Sögurnar hafa hvetjandi áhrif á aðra til að segja frá. „Það er talið að sé reynslusaga þín lík einhverri frásögn sem þú hefur heyrt af þá auki það líkurnar á því að þú skilgreinir það sem þú varðst fyrir sem kynferðisofbeldi, þannig býr hver frásögn til ákveðna fyrirmynd – þessi sagði frá, kannski ég geti þá sagt frá líka,“ segir Bryndís Björk og útskýrir að það skipti máli annars vegar að sagan passi inn í normið og að það að fylgjast með svo mörgum segja frá og sjá þá einstaklinga fá stuðning sé hvetjandi til frásagnar. Hversu mikilvæg eru þessi fyrstu viðbrögð eftir að sagt er frá kynferðisofbeldi? „Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að neikvæð viðbrögð eftir frásögn um kynferðislegt ofbeldi geti haft neikvæð áhrif á líðan þess sem segir frá, til dæmis geta aukist líkur á því að viðkomandi þrói með sér þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Þá aukast líkur á því að viðkomandi segi ekki fleirum frá eða dragi frásögn sína til baka. Þá hafa þessar rannsóknir einnig gefið til kynna að jákvæð viðbrögð við frásögn geti aukið líkur á vellíðan og á því að viðkomandi segi fleirum frá og leiti sér aðstoðar,“ segir Rannveig. Er hægt að segja hvort það hafi minni eða meiri áhrif að segja frá á samfélagsmiðlum en í „raunheimum“? „Nei, það er ekki hægt að álykta um áhrifin en frásögnin tekur á sig ólíka mynd þar sem hún nær til margfalt fleiri einstaklinga og viðbrögðin eru ýmist í formi tilfinningatákna eða á skriflegu formi. Þá getur frásögnin verið hvetjandi fyrir aðra til að segja frá, eins og rannsóknin okkar gaf til kynna,“ segir Rannveig. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framhaldið? Er mikilvægt að hafa áfram þennan vettvang sem samfélagsmiðlarnir eru til að deila sögu sinni?Segja frá í fyrsta sinn „Rannsóknin okkar á frásögnum á Íslandi gefur til kynna að skapast geti góður vettvangur til frásagna um kynferðislegt ofbeldi á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingar segja frá í fyrsta sinn eða segja frá sögu sinni á hátt sem þeir hafa ekki gert áður. Við þessar aðstæður virðast þeir einnig fá mikið af jákvæðum og styðjandi viðbrögðum sem getur skipt sköpum fyrir þá,“ segir Bryndís Björk. „Þá má ætla að þegar margir einstaklingar segja frá fjölbreyttum atburðum um kynferðislegt ofbeldi hjálpi það til við að skilgreina fjölbreyttar birtingamyndir ofbeldis og hversu algengt það er. Þannig eru þessi fordæmi ákveðin fyrirmynd eða hvati til frásagnar fyrir þá sem ekki hafa sagt frá. Þá gaf rannsókn okkar til kynna að með því að verða vitni að frásögnum annarra sem fela í sér að skila skömminni geti það hjálpað fleirum að átta sig á að sökin sé ekki þeirra og að skömmin eigi heima hjá gerendum ofbeldis,“ segir Rannveig. Ætti fagfólk einhvern veginn að nálgast þennan hóp, sem kemur fram á netinu, sérstaklega til að geta hjálpað með framhaldið? „Það mikilvægasta er að mjög aðgengilegt og auðvelt sé að leita sér aðstoðar. Þannig er mikilvægt að upplýsingar liggi fyrir og séu vel auglýstar, bæði á netinu og á annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira