Táknmálið er meira en mikilvægt, það er súrefni fyrir okkur döff Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2019 12:15 Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mannréttindi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar