Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 19:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi líklega að fara venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira