Samkomulag um stórátak í samgöngumálum í bígerð Sveinn Arnarsson skrifar 21. september 2019 08:30 Þungi umferðarinnar í borginni er oft mikill bæði að morgni og síðdegis.Nú á að hefja stórátak í samgöngumálum borgarinnar. Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Unnið er að samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stórátak í samgöngumálum þar sem framkvæmdir, sem alla jafna myndu taka áratugi, verða framkvæmdar á næstu tíu til fimmtán árum. Talað er um að framkvæmdakostnaður verði milli 120 og 150 milljarðar króna sem verður fjármagnað af ríki, sveitarfélögum og með einhvers konar formi af gjaldtöku. Samkomulagið milli ríkis og sveitarfélaga hefur verið kynnt sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu og unnið er að framsetningu samkomulagsins og orðalagi þess. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður félag stofnað utan um þessar framkvæmdir sem verður annars vegar í eigu ríkisins í gegnum Vegagerðina og hins vegar í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Til þess að hægt sé að fara í svo miklar framkvæmdir þarf að huga að því hvernig verkefnin verða fjármögnuð. Mesti höfuðverkurinn í því samhengi er að finna einhvers konar lausn á því hvernig veggjöld verða greidd af umræddum verkefnum. Fréttablaðið hefur undir höndum yfirlit yfir þær hugmyndir sem uppi eru um samgöngubætur á svæðinu. Þar er að finna stórar framkvæmdir um Sæbraut og Miklubraut í stokk og að byggja upp Borgarlínu allt frá Hafnarfirði í suðri til Mosfellsbæjar í norðri. Þessar framkvæmdir eru tímasettar og lagt til að farið verði í framkvæmdir frá árinu 2019 til ársins 2031. Umfjöllun um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu hefur verið mjög í brennidepli upp á síðkastið og umferðartafir hafa að margra mati aukist til muna. Því er að mati sveitarstjórnarmanna á höfuðborgarsvæðinu gríðar mikilvægt að bæta umferðarmannvirki og koma Borgarlínu í gagnið. Það myndi fækka einkabílum á götunum og greiða fyrir umferð. Fréttablaðið reyndi að ná tali af samgönguráðherra vegna málsins en hafði ekki erindi sem erfiði. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurðist að einhverju leyti fyrir um þetta samkomulag sem væri í vinnslu í óundirbúnum fyrirspurnatíma síðastliðinn miðvikudag. Hins vegar er ljóst að samkomulag sem þetta verður mikið rætt á komandi vikum. Samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er samgönguáætlun í endurskoðun og verður ný áætlun lögð fyrir Alþingi undir lok október. Þar verður búið að taka tillit til breytinga sem urðu á milli fjárlaga 2019 og frumvarps til fjárlaga 2020. Breytingarnar felast einkum í verðbótum og 4 milljarða króna aukningu til framkvæmda á vegakerfinu. Hins vegar er ekki hægt að fá að vita hvaða aukningu er verið að tala um eða hvaða framkvæmdir það eru.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45 Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34 Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“ Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda 18. september 2019 11:45
Ræddu ný drög að uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu Drög að breyttu samkomulagi var sent á bæjarstjóra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi 19. september 2019 09:34
Segir ríkið nauðbeygt til að setja á veggjöld Tekist var á um nýja samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið á þingi í dag. 19. september 2019 13:02