Gestur og Ragnar reyna til þrautar hjá yfirdeild MDE Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 06:30 Verjendurnir greina fjölmiðlum frá því á sínum tíma að þeir hafi sagt sig frá Al Thani-málinu. Fréttablaðið/Pjetur Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið. Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Mál lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall gegn íslenska ríkinu verður tekið fyrir hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í morgunsárið. Samkvæmt dagskrá á málflutningurinn að hefjast klukkan 7:15 að íslenskum tíma. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem málflutningur fer fram í íslensku máli fyrir yfirdeildinni. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í október í fyrra að íslenska ríkið hefði hvorki brotið gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Geir Gestsson er lögmaður þeirra Gests og Ragnars. Málsaðilar fá hvor um sig hálftíma til að flytja mál sitt og 10 til 15 mínútur í seinni ræðu. „Það getur ekki gengið upp í réttarríki að menn frétti bara af því í pósti að þeir hafi verið sakfelldir í dómsmáli og dæmdir til refsingar,“ sagði Geir við Fréttablaðið í maí. Telja sig hafa orðið fyrir óréttlátri málsmeðferð Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur bankamannanna Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómsuppkvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir voru ósáttir að hafa aðeins fengið að verjast á einu dómstigi. Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur. Þeir ákváðu að skjóta niðurstöðunni til yfirréttar MDE sem tekur málið fyrir í dag. Á borði yfirdeildar MDE er einnig Landsréttarmálið svokallaða sem tekið verður til umfjöllunar í mars 2020. Aðeins um fimm prósent mála sem óskað er eftir því að yfirdeildin taki til skoðunar fá náð fyrir augum yfirdeildar.Að neðan má sjá þegar Gestur og Ragnar mættu í Silfrið á Stöð 2 árið 2013 til að ræða málið.
Dómsmál Tengdar fréttir Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Útvörður mannréttinda í sex áratugi Ísland hefur átt aðild að Mannréttindadómstól Evrópu frá stofnun fyrir sextíu árum og sent þangað á þriðja hundrað mála. Íslenskt mál er í fyrsta sinn á leið fyrir efri deild dómsins. Fréttablaðið fór yfir söguna og ræddi við lögmanninn sem flytja mun mál tveggja lögmanna sem telja íslenska dómstóla hafa brotið á sér. 25. maí 2019 07:30