Tvöfaldur vandi mannkynsins Böðvar Jónsson skrifar 8. október 2019 14:41 Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Loftslagsmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er til stöðu mannkynsins í dag blasir við tvíþættur vandi. Annars vegar loftslags- og umhverfisváin og hins vegar sú staðreynd að enn eru við lýði styrjaldir, borgarastyrjaldir grimmilegri og óhugnanlegri en áður hefur sést og hryllingsverkin oft og tíðum í beinni útsendingu. Á þessu virðist ekkert lát og nú virðist í uppsiglingu enn ein stríðsátökin, innrás inn í Sýrland, ákveðin af tveimur þjóðarleitogum án samráðs við þing sín og þjóðir. Átök sem munu að venju leiða til ómældra þjáninga og mannfalls almennra borgara meðal Kúrda. Í þessu sambandi vil ég benda á greinina „Veruleiki Kúrda“ á Vísir.is. Stríðsrekstur í heiminum er vissulega ógn við mannkynið eftir að stórveldin komu sér upp birgðum gereyðingarvopna sem dygðu til að tortíma mannkyninu mörgum sinnum. Blessunarlega hefur enginn leiðtogi þessara kjarnokuvelda látið verða af því að nýta þessar vopnabirgðir. Mannkynið á að baki ótölulegan fjölda borgarastyrjalda og tvær heimsstyrjaldir en hefur lifað þetta af með þeim hræðilegu þjáningum sem af þessu brjálæði leiddi. Þegar kemur að loftslags- og umhverfisvánni sem skyndilega birtist okkur svo alvarleg og að okkur óviðbúnum þá er kannski aðeins hluti mannkynsins sem viðurkennir hættuna sem steðjar að. Það er þó sextán ára stúlka sem á skömmum tíma hefur hrint af stað fjöldahreyfingu barna, unglinga og ungs fólks um allan heim, þeirra sem erfa heiminn, sem krefjast aðgerða til að snúa af þeirri vegferð sem mannkynið er á. Það er hægt að hefja stríð og ljúka stíði en það sem við stöndum frammi fyrir núna og arfleiðum komandi kynslóðir að er annars eðlis og upp koma í hugann þessi spámannlegu orð sem féllu um miðjai nítjándu öldina.Veröldin á í erfiðleikum og æsing hennar eflist dag frá degi. Ásjónu hennar er snúið í átt til villu og vantrúar. Slíkt verður ástand hennar, að ekki er rétt og sæmilegt að veita vitneskju um það nú. Spilling hennar mun lengi viðhaldast. En þegar hin tiltekna stund er komin, þá mun það skyndilega koma í ljós, sem veldur skjálfta í limum mannkynsins.Það hefur varla verið hægt að orða þetta betur miðað við það sem við okkur blasir. En mannskepnan er ótrúleg í hroka sínum og sjálfbyrginghætti sem birtist manni í því að einstaklingar halda því fram, að því er virðist, í alvöru að skjóta eigi sendiboðann, sextán ára unglingsstúlkuna Gretu. H.C. Andersen var glöggur á mannlegt eðli og fyrir mér er Greta Thunberg raunverulegur persónugerfingur barnsins í sögunni um Nýju fötin keisarans. En í dag er heimurinn eitt þorp og keisararnir margir en Greta opinberar nekt þeirra allra.Höfundur er lyfjafræðingur.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar