Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. október 2019 06:00 Jónas Haraldsson lögmaður. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er algjört hneyksli,“ segir Jónas Haraldsson lögmaður um stöðu mála við Silfru á Þingvöllum. Jónas gagnrýnir harðlega umsvif og ágang köfunarfyrirtækja við gjána Silfru í miðjum Þingvallaþjóðgarði sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Eftir samskipti við formann Þingvallanefndar, fyrrverandi þjóðgarðsvörð, sendi Jónas kvörtun til Heimsminjaskrárinnar. Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar, sendi síðan í september íslenskum stjórnvöldum bréf með óskum um skýringar.Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar.„Mig langar að biðja þau yfirvöld sem ábyrg eru í málinu að útvega Heimsminjaskrifstofunni upplýsingar um þetta mál við fyrsta tækifæri,“ segir í bréfi Rössler sem lagt var fram á fundi Þingvallanefndar 25. september síðastliðinn. Þar var ákveðið að fela þjóðgarðsverði að vinna drög að svörum til Heimsminjaskrifstofunnar. Rakið er í kvörtun Jónasar hversu umfangsmikil starfsemi köfunarfyrirtækjanna sé með salernum, stálpalli, bílaflota og alls kyns búnaði sem skapi sjónmengun fyrir aðra gesti þjóðgarðsins og álag á lífríki Silfru sem hafi látið stórlega á sjá. Vísar hann í því sambandi til rannsóknar sem gerð hafi verið árin 2014 og 2015. „Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa algjörlega verið hunsaðar af stjórn þjóðgarðsins því þetta myndi þýða bann á alla köfun í gjánni Silfru sem valda myndi þjóðgarðinum tekjutapi,“ skrifar Jónas til Unesco.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVegna anna hjá Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar, náðist ekki tal af honum við vinnslu þessarar fréttar í gær. Ari útskýrði hins vegar afstöðu sína í tölvupósti til Jónasar um miðjan ágúst. „Við erum ósammála um hvort leyfa skuli virknina við og í Silfru og þar með líka um hvort að hún ógni veru þjóðgarðsins á Heimsminjaskránni eður ei. Lít á hana sem nægilega örugga eftir úttekt og sérfræðivinnu EFLU, endurbætur (sem skila sér í skrefum) og þolmarkagreiningu plús eftirlit með framkvæmdum næstu ára og áhrifum virkninnar,“ skrifar Ari til Jónasar. Kveðst Ari líta á starfsemina í Silfru „sem einstæða náttúruupplifun sem megi leyfa á þennan hátt – ekki ósvipað og heimsóknir í Raufarhólshelli eftir aðgerðir þar, Þríhnúkahelli, Vatnshelli á Snæfellsnesi, ísgöngin í Langjökli og raunar margt fleira hér á landi – á friðuðum eða ófriðuðum landsvæðum. Allt svo lengi sem ákvörðuðum takmörkunum á ýmsum stigum aðgengis og framkvæmda er haldið innan sjálfbærra marka,“ segir í pósti Ara. „Við Ari tölum bara í kross; ég tala um náttúruverndarsjónarmið og hann um bissness,“ segir Jónas við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
„Þetta er algjört hneyksli,“ segir Jónas Haraldsson lögmaður um stöðu mála við Silfru á Þingvöllum. Jónas gagnrýnir harðlega umsvif og ágang köfunarfyrirtækja við gjána Silfru í miðjum Þingvallaþjóðgarði sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Eftir samskipti við formann Þingvallanefndar, fyrrverandi þjóðgarðsvörð, sendi Jónas kvörtun til Heimsminjaskrárinnar. Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar, sendi síðan í september íslenskum stjórnvöldum bréf með óskum um skýringar.Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar.„Mig langar að biðja þau yfirvöld sem ábyrg eru í málinu að útvega Heimsminjaskrifstofunni upplýsingar um þetta mál við fyrsta tækifæri,“ segir í bréfi Rössler sem lagt var fram á fundi Þingvallanefndar 25. september síðastliðinn. Þar var ákveðið að fela þjóðgarðsverði að vinna drög að svörum til Heimsminjaskrifstofunnar. Rakið er í kvörtun Jónasar hversu umfangsmikil starfsemi köfunarfyrirtækjanna sé með salernum, stálpalli, bílaflota og alls kyns búnaði sem skapi sjónmengun fyrir aðra gesti þjóðgarðsins og álag á lífríki Silfru sem hafi látið stórlega á sjá. Vísar hann í því sambandi til rannsóknar sem gerð hafi verið árin 2014 og 2015. „Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa algjörlega verið hunsaðar af stjórn þjóðgarðsins því þetta myndi þýða bann á alla köfun í gjánni Silfru sem valda myndi þjóðgarðinum tekjutapi,“ skrifar Jónas til Unesco.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVegna anna hjá Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar, náðist ekki tal af honum við vinnslu þessarar fréttar í gær. Ari útskýrði hins vegar afstöðu sína í tölvupósti til Jónasar um miðjan ágúst. „Við erum ósammála um hvort leyfa skuli virknina við og í Silfru og þar með líka um hvort að hún ógni veru þjóðgarðsins á Heimsminjaskránni eður ei. Lít á hana sem nægilega örugga eftir úttekt og sérfræðivinnu EFLU, endurbætur (sem skila sér í skrefum) og þolmarkagreiningu plús eftirlit með framkvæmdum næstu ára og áhrifum virkninnar,“ skrifar Ari til Jónasar. Kveðst Ari líta á starfsemina í Silfru „sem einstæða náttúruupplifun sem megi leyfa á þennan hátt – ekki ósvipað og heimsóknir í Raufarhólshelli eftir aðgerðir þar, Þríhnúkahelli, Vatnshelli á Snæfellsnesi, ísgöngin í Langjökli og raunar margt fleira hér á landi – á friðuðum eða ófriðuðum landsvæðum. Allt svo lengi sem ákvörðuðum takmörkunum á ýmsum stigum aðgengis og framkvæmda er haldið innan sjálfbærra marka,“ segir í pósti Ara. „Við Ari tölum bara í kross; ég tala um náttúruverndarsjónarmið og hann um bissness,“ segir Jónas við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira