Fyrsta tap Chiefs | Green Bay á flugi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2019 10:00 Mahomes var loksins sigraður í nótt. vísir/getty Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Öllum að óvörum tapaði Kansas City Chiefs í nótt á heimavelli fyrir Indianapolis Colts. Kansas er því ekki lengur með fullt hús í NFL-deildinni. Það eru aðeins New England Patriots og San Francisco 49ers sem eru núna með fullt hús en 49ers er reyndar aðeins búið að spila þrjá leiki en Patriots fimm. Denver Broncos vann sinn fyrsta leik um helgina sem og Arizona Cardinals. Einu liðin sem hafa ekki unnið leik eru Washington Redskins, Cincinnati Bengals og Miami Dolphins. Sterk vörn og góður hlaupaleikur lagði grunninn að sigri Colts gegn Chiefs í nótt. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Chiefs, endaði með 320 jarda og aðeins eina snertimarkssendingu sem þykir ekki mikið á þeim bænum.FINAL: @Colts take down the Chiefs! #INDvsKC#Colts (by @Lexus) pic.twitter.com/3lJTb3eqcS — NFL (@NFL) October 7, 2019 Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, er nánast alltaf góður gegn Dallas Cowboys og það breyttist ekkert í gær. Packers gjörsamlega keyrði yfir Kúrekana og komst í 31-3. Þá fór liðið að slaka fullmikið á og gaf Kúrekunum von. Leikstjórnandi þeirra, Dak Prescott, kastaði boltanum aftur á móti þrisvar í hendur andstæðinganna og það reyndist of stór biti. Packers er 4-1 en Cowboys 3-2. Hlaupari Packers, Aaron Jones, átti leik lífs síns og skoraði fjögur snertimörk. Það er jöfnun á félagsmeti.FINAL: Aaron Jones' four TDs lead the @packers to a big road win! #GoPackGo#GBvsDALpic.twitter.com/OCoBQAwyuE — NFL (@NFL) October 7, 2019 Meistarar New England Patriots hafa byrjað leiktíðina fullkomlega og Washington Redskins var engin hindrun fyrir Tom Brady og félaga. Brady náði enn einum áfanganum á sínum ferli í þessum leik er hann komst upp fyrir Brett Favre og í þriðja sætið yfir þá leikstjórnendur sem hafa kastað lengst á ferlinum.FINAL: The @Patriots stay perfect! #NEvsWASpic.twitter.com/nPZEMFoPVl — NFL (@NFL) October 6, 2019Úrslit: Kansas City-Indianapolis 13-19 Carolina-Jacksonville 34-27 Cincinnati-Arizona 23-26 Houston-Atlanta 53-32 New Orleans-Tampa Bay 31-24 NY Giants-Minnesota 10-28 Oakland-Chicago 24-21 Philadelphia-NY Jets 31-6 Pittsburgh-Baltimore 23-26 Tennessee-Buffalo 7-14 Washington-New England 7-33 LA Chargers-Denver 13-20 Dallas-Green Bay 24-34Í nótt: San Francisco - ClevelandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira