Grunur um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli í Grábrókarhrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 13:37 Frá Borgarnesi en vatnsbólið þjónar bænum sem og Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. vísir/egill Grunur er um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort um raunverulega mengun er að ræða getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir jafnframt að þótt aðeins sé grunur um mengun í vatninu mælist fyrirtækið til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þar til önnur tilmæli berast. Neysluvatn þarf að sjóða í að minnsta kosti eina mínútu. „Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið við reglubundna sýnatöku að morgni miðvikudagsins 2. október. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Niðurstaðna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á sýninu er að vænta fyrir hádegi á morgun, 4. október. Þær niðurstöður geta annars vegar eytt öllum grunsemdum um mengun í vatninu eða styrkt gruninn. Í því tilviki munu niðurstöður endurtekinnar sýnatöku liggja fyrir á sunnudag. E-coli gerlamengun er alvarleg og getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og gamalmenni. Því er áríðandi að farið sé að tilmælum um suðu á neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Borgarnesi er ekki vitað af neinum staðfestum tilfellum af magakveisu. Starfsfólk Veitna vinnur nú að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum. Ítrekað skal að um óstaðfestan grun er að ræða en í ljósi þess hve afleiðingar slíkrar mengunar geta verið alvarlegar þykir Veitum rétt að ráðleggja fólki að sjóða neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Veitna.Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarbyggð Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Grunur er um e-coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort um raunverulega mengun er að ræða getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Þar segir jafnframt að þótt aðeins sé grunur um mengun í vatninu mælist fyrirtækið til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þar til önnur tilmæli berast. Neysluvatn þarf að sjóða í að minnsta kosti eina mínútu. „Sýnið, sem grunurinn beinist að, var tekið við reglubundna sýnatöku að morgni miðvikudagsins 2. október. Dæmi eru um rangar vísbendingar af slíkum sýnum. Niðurstaðna rannsókna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á sýninu er að vænta fyrir hádegi á morgun, 4. október. Þær niðurstöður geta annars vegar eytt öllum grunsemdum um mengun í vatninu eða styrkt gruninn. Í því tilviki munu niðurstöður endurtekinnar sýnatöku liggja fyrir á sunnudag. E-coli gerlamengun er alvarleg og getur valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og gamalmenni. Því er áríðandi að farið sé að tilmælum um suðu á neysluvatni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Borgarnesi er ekki vitað af neinum staðfestum tilfellum af magakveisu. Starfsfólk Veitna vinnur nú að því að gera öllum viðskiptavinum viðvart, sérstaklega viðkvæmum notendum. Ítrekað skal að um óstaðfestan grun er að ræða en í ljósi þess hve afleiðingar slíkrar mengunar geta verið alvarlegar þykir Veitum rétt að ráðleggja fólki að sjóða neysluvatn þar til frekari niðurstöður liggja fyrir,“ segir í tilkynningu Veitna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira