Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 10:15 Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. Fimmtán manns eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús og er sá sem var skotinn er sagður í alvarlegu ástandi. Enn ein mótmælin hafa brotist út í Hong Kong á 70 afmæli Alþýðulýðveldisins í Kína og þykja þau umfangsmikil. CNN segir embættismenn í Hong Kong hafa lengi haft áhyggjur af því að mótmælandi myndi láta lífið í átökum við lögreglu. Það þyki jafnvel kraftaverk að það hafi ekki gerst áður. Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglu í minnst níu hverfum borgarinnar þar sem mótmælendur kasta braki og eldsprengjum að lögreglu, sem svarað hefur með táragasi og háþrýstivatnsdælum. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Búið er að loka almenningssamgöngum í Hong Kong en mótmælendur höfðu heitið því að nota afmælisdag Kína til að kalla eftir lýðræðisbótum eins og þeir hafa gert á undanförnum vikum. Ein kona sem Reuters ræddi við sagði málið einfalt. „Ég er ekki ung en ef við mótmælum ekki núna, munum við aldrei fá að tjá okkur aftur. Það er svo einfalt,“ sagði hún.Hér má sjá myndband sem talið er sýna lögregluþjón skjóta mótmælanda í átökum þeirra á milli. Vert er að vara við myndbandinu. Clashes broke out again on Nathan Road as protesters threw dozens of Molotov cocktails. #hongkong #hongkongprotests #antiELAB 1/4 pic.twitter.com/w8H3w4FGgJ— Hong Kong Free Press (@HongKongFP) October 1, 2019 Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fagna sjötíu ára kommúnistastjórn í dag Yfirvöld í Kína minnast þess í dag að sjötíu ár eru liðin frá því kommúnistar komust til valda í landinu og er mikið um dýrðir í höfuðborginni Beijing í dag vegna þess. 1. október 2019 07:04 Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. 22. september 2019 10:34 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. Fimmtán manns eru sagðir hafa verið fluttir á sjúkrahús og er sá sem var skotinn er sagður í alvarlegu ástandi. Enn ein mótmælin hafa brotist út í Hong Kong á 70 afmæli Alþýðulýðveldisins í Kína og þykja þau umfangsmikil. CNN segir embættismenn í Hong Kong hafa lengi haft áhyggjur af því að mótmælandi myndi láta lífið í átökum við lögreglu. Það þyki jafnvel kraftaverk að það hafi ekki gerst áður. Til átaka hefur komið á milli mótmælenda og lögreglu í minnst níu hverfum borgarinnar þar sem mótmælendur kasta braki og eldsprengjum að lögreglu, sem svarað hefur með táragasi og háþrýstivatnsdælum. Mótmælendur sem krefjast aukins lýðræðis hafa komið saman í fjóra mánuði og hafa reglulega leyst upp í ofbeldi þegar liðið hefur á daginn og á kvöldin. Búið er að loka almenningssamgöngum í Hong Kong en mótmælendur höfðu heitið því að nota afmælisdag Kína til að kalla eftir lýðræðisbótum eins og þeir hafa gert á undanförnum vikum. Ein kona sem Reuters ræddi við sagði málið einfalt. „Ég er ekki ung en ef við mótmælum ekki núna, munum við aldrei fá að tjá okkur aftur. Það er svo einfalt,“ sagði hún.Hér má sjá myndband sem talið er sýna lögregluþjón skjóta mótmælanda í átökum þeirra á milli. Vert er að vara við myndbandinu. Clashes broke out again on Nathan Road as protesters threw dozens of Molotov cocktails. #hongkong #hongkongprotests #antiELAB 1/4 pic.twitter.com/w8H3w4FGgJ— Hong Kong Free Press (@HongKongFP) October 1, 2019
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Fagna sjötíu ára kommúnistastjórn í dag Yfirvöld í Kína minnast þess í dag að sjötíu ár eru liðin frá því kommúnistar komust til valda í landinu og er mikið um dýrðir í höfuðborginni Beijing í dag vegna þess. 1. október 2019 07:04 Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. 22. september 2019 10:34 Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49 Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00 Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fagna sjötíu ára kommúnistastjórn í dag Yfirvöld í Kína minnast þess í dag að sjötíu ár eru liðin frá því kommúnistar komust til valda í landinu og er mikið um dýrðir í höfuðborginni Beijing í dag vegna þess. 1. október 2019 07:04
Lestarstöðvum í Hong Kong lokað til að forðast ofbeldisfulla mótmælendur Mótmælendur í Hong Kong unnu mikil skemmdarverk á lestarstöð á sunnudag, þeir brutu eftirlitsmyndavélar og miðaskanna. 22. september 2019 10:34
Gúmmíkúlum og táragasi skotið að mótmælendum í Hong Kong Átökin í dag eru sögð á meðal þeirra hörðustu frá því að mótmæli hófust í borginni fyrir rúmum þremur mánuðum. 29. september 2019 09:49
Kínverjar ósáttir við frumvarp Bandaríkjamanna um Hong Kong Fara fram á að frumvarpið verði dregið til baka. 20. september 2019 19:00
Segja Kínverja pynta mótmælendur í Hong Kong Í skýrslu sem samtökin Amnesty International birtu í gær segir að rannsókn hafi leitt í ljós að fólk sem hafi verið handtekið hafi verið pyntað í haldi. 20. september 2019 10:53