Ráðist á mótmælanda við heimilið Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2019 14:30 Mótmælendur í Hong Kong krefjast lýðræðislegra umbóta í héraðinu og vilja sporna við afskiptum Kínverja af stjórn þess. nordicphotos/Getty Þorlákur Árnason er yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong og aðstoðarþjálfari karlalandsliðs þjóðarinnar. Hann segir mótmælin hafa nánast lamað allt starf knattspyrnusambandsins síðustu vikurnar. Þorlákur varð vitni að líkamsárás fyrir utan heimili sitt um síðustu helgi og þarf hann að mæta til skýrslutöku vegna þess á næstu dögum. Mótmælin spruttu upp eftir að frumvarp um framsal refsifanga til Kína var lagt fram á löggjafarþingi Hong Kong. Eftir að frumvarpið var lagt fram var ríkisstofnunum landsins lokað vegna óeirðanna sem framlagning frumvarpsins skapaði og löggjafarþinginu frestað. „Það má segja að síðustu þrjá mánuði hafi mótmælin haft áhrif á fótboltann í heild sinni í landinu. Við byrjuðum á að fresta æfingum í knattspyrnuskólum og svæðisæfingum sem við sjáum um. Þetta hefur svo þróast í þá átt að öllum æfingum og leikjum í öllum flokkum hefur verið frestað síðustu tvær helgar og ég býst við því að slíkt muni gerast aftur um komandi helgi,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um stöðu mála í knattspyrnunni í Hong Kong. „Þetta hefur svo þau áhrif á A-landsliðið okkar að margar þjóðir hafa hafnað því að koma til Hong Kong síðustu mánuðina til þess að spila landsleiki við okkur. Þetta hefur því haft víðtæk hamlandi áhrif á knattspyrnuna í landinu og það sér ekki fyrir endann á þessu ástandi þannig að það er ómögulegt að segja hvenær hlutirnir komast í eðlilegt horf á nýjan leik,“ segir Þorlákur enn fremur um áhrifin sem mótmælin hafa á starf hans.Þarf að mæta í skýrslutöku vegna líkamsárásar Á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins Kína voru skipulögð mótmæli til að draga athyglina frá hersýningu sem haldin var í Peking á sama tíma. Þar var mótmælandi skotinn í bringuna og fluttur á sjúkrahús og fleiri fluttir á sjúkrahús vegna ýmissa áverka. Margir þátttakendur í fyrri mótmælum ársins höfðu hulið andlit sín til að forðast að kínversk stjórnvöld leituðu hefnda gegn þeim. Þann 4. október virkjaði Carrie Lam, stjórnarformaður heimastjórnar Hong Kong, gömul neyðarlög frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði Hong Kong-búum að bera grímur. „Þetta hefur líka áhrif á daglegt líf hjá mér, sérstaklega síðustu vikurnar þar sem mótmælendur ganga mun skipulegar og vasklegar til verks en í upphafi mótmælanna. Loka hefur þurft mörgum lestarstöðvum og búðum vegna skemmdarverka. Á sunnudagskvöldið síðastliðið var lögreglumaður sem var dulbúinn sem mótmælandi barinn illa fyrir utan heimili mitt. Ég kom að þessu og þarf að mæta í skýrslutöku á næstunni. Þannig að ástandið hefur áhrif á líf allra og því miður er ekkert sem bendir til þess að þetta muni batna á næstunni,“ segir hann um upplifun sína af mótmælunum og framhaldinu í landinu. Tilraunir Lam til að sefa mótmælendur með því að draga frumvarpið til baka hafa ekki dugað til. Mótmælin hafa haldið áfram og beinast að kröfu um úrbætur á samfélagslegum þáttum á borð við mannréttindi, málfrelsi og kynfrelsi. Mótmælendur telja frumvarpið ganga gegn yfirlýstri stefnu um að Hong Kong fái að viðhalda eigin stjórn, stjórnarháttum og lagakerfi sem lagt var upp með þegar borgin komst undir kínverska stjórn árið 1997. Þeir fara fram á óháða rannsókn á framgöngu lögreglu, sakaruppgjöf þeirra sem handteknir hafa verið í mótmælunum og að stjórnvöld í Kína hafi ekki frekari afskipti af kosningum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hong Kong Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Þorlákur Árnason er yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong og aðstoðarþjálfari karlalandsliðs þjóðarinnar. Hann segir mótmælin hafa nánast lamað allt starf knattspyrnusambandsins síðustu vikurnar. Þorlákur varð vitni að líkamsárás fyrir utan heimili sitt um síðustu helgi og þarf hann að mæta til skýrslutöku vegna þess á næstu dögum. Mótmælin spruttu upp eftir að frumvarp um framsal refsifanga til Kína var lagt fram á löggjafarþingi Hong Kong. Eftir að frumvarpið var lagt fram var ríkisstofnunum landsins lokað vegna óeirðanna sem framlagning frumvarpsins skapaði og löggjafarþinginu frestað. „Það má segja að síðustu þrjá mánuði hafi mótmælin haft áhrif á fótboltann í heild sinni í landinu. Við byrjuðum á að fresta æfingum í knattspyrnuskólum og svæðisæfingum sem við sjáum um. Þetta hefur svo þróast í þá átt að öllum æfingum og leikjum í öllum flokkum hefur verið frestað síðustu tvær helgar og ég býst við því að slíkt muni gerast aftur um komandi helgi,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um stöðu mála í knattspyrnunni í Hong Kong. „Þetta hefur svo þau áhrif á A-landsliðið okkar að margar þjóðir hafa hafnað því að koma til Hong Kong síðustu mánuðina til þess að spila landsleiki við okkur. Þetta hefur því haft víðtæk hamlandi áhrif á knattspyrnuna í landinu og það sér ekki fyrir endann á þessu ástandi þannig að það er ómögulegt að segja hvenær hlutirnir komast í eðlilegt horf á nýjan leik,“ segir Þorlákur enn fremur um áhrifin sem mótmælin hafa á starf hans.Þarf að mæta í skýrslutöku vegna líkamsárásar Á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins Kína voru skipulögð mótmæli til að draga athyglina frá hersýningu sem haldin var í Peking á sama tíma. Þar var mótmælandi skotinn í bringuna og fluttur á sjúkrahús og fleiri fluttir á sjúkrahús vegna ýmissa áverka. Margir þátttakendur í fyrri mótmælum ársins höfðu hulið andlit sín til að forðast að kínversk stjórnvöld leituðu hefnda gegn þeim. Þann 4. október virkjaði Carrie Lam, stjórnarformaður heimastjórnar Hong Kong, gömul neyðarlög frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði Hong Kong-búum að bera grímur. „Þetta hefur líka áhrif á daglegt líf hjá mér, sérstaklega síðustu vikurnar þar sem mótmælendur ganga mun skipulegar og vasklegar til verks en í upphafi mótmælanna. Loka hefur þurft mörgum lestarstöðvum og búðum vegna skemmdarverka. Á sunnudagskvöldið síðastliðið var lögreglumaður sem var dulbúinn sem mótmælandi barinn illa fyrir utan heimili mitt. Ég kom að þessu og þarf að mæta í skýrslutöku á næstunni. Þannig að ástandið hefur áhrif á líf allra og því miður er ekkert sem bendir til þess að þetta muni batna á næstunni,“ segir hann um upplifun sína af mótmælunum og framhaldinu í landinu. Tilraunir Lam til að sefa mótmælendur með því að draga frumvarpið til baka hafa ekki dugað til. Mótmælin hafa haldið áfram og beinast að kröfu um úrbætur á samfélagslegum þáttum á borð við mannréttindi, málfrelsi og kynfrelsi. Mótmælendur telja frumvarpið ganga gegn yfirlýstri stefnu um að Hong Kong fái að viðhalda eigin stjórn, stjórnarháttum og lagakerfi sem lagt var upp með þegar borgin komst undir kínverska stjórn árið 1997. Þeir fara fram á óháða rannsókn á framgöngu lögreglu, sakaruppgjöf þeirra sem handteknir hafa verið í mótmælunum og að stjórnvöld í Kína hafi ekki frekari afskipti af kosningum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hong Kong Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira