FH-ingar fagna stórafmæli Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 15. október 2019 09:00 Viðar Halldórsson hvetur stjórnvöld til að hlúa betur að allri íþróttastarfssemi. Við munum fagna afmælinu 26. október, þá verður dagskrá allan daginn. Þá munu deildir félagsins kynna starfsemi sína frá klukkan tvö til fjögur og að því loknu munum við taka í notkun nýtt knatthús sem við köllum Skessuna. Svo verður afmæliskvöldverður klukkan sjö í veislusalnum okkar Sjónarhóli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Félagið fagnar í dag 90 ára afmæli, en það var stofnað á þessum degi árið 1929. Nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og stofnuðu félagið og voru fimleikar í upphafi eina íþróttagreinin sem stunduð var í FH. Síðan þá hefur bæst við fjöldi íþróttagreina sem iðkaðar eru í félaginu, svo sem frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar en ekki eru lengur stundaðir þar fimleikar. Um 1.000-1.500 manns leggja leið sína á FH-svæðið daglega og eru iðkendur félagsins um 2.000 talsins. „Þeir sem koma hingað eru á öllum aldri, alveg frá tveggja ára til níræðs. Það er skólastarfsemi hérna á morgnana og svo kemur hingað fjöldi eldri borgara á hverjum degi til þess að hreyfa sig. Svo eftir klukkan þrjú hefjast æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum,“ segir Viðar. Hann bætir við að starfsemi íþróttafélaga hafi breyst mikið síðustu áratugina og þar sé FH engin undantekning. „Aðstaðan hjá okkur hefur gjörbreyst og þá sér í lagi síðan árið 2005. Við erum nú með frábæra aðstöðu, bæði íþróttasali, búningsklefa og annað sem er á um 25.000 fermetrum,“ segir Viðar. „Svo erum við með útisvæði í hæsta gæðaflokki, bæði knattspyrnuleikvang og frjálsíþróttavöll. Ég geng svo langt að segja að við séum með glæsilegasta félagsíþróttasvæði landsins,“ segir hann. Viðar segir FH-inga fagna þessum tímamótum og er hann sérstaklega þakklátur góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. „Íþróttastarfsemi, sama hvort hún er hér eða annars staðar, er stór hluti af samfélaginu,“ segir hann. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin tekið verulegan þátt í þessari starfsemi en ég hvet stjórnvöld til þess að hlúa betur að starfsemi íþróttafélaga, sama hvar þau eru á landinu,“ segir Viðar ákveðinn. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Við munum fagna afmælinu 26. október, þá verður dagskrá allan daginn. Þá munu deildir félagsins kynna starfsemi sína frá klukkan tvö til fjögur og að því loknu munum við taka í notkun nýtt knatthús sem við köllum Skessuna. Svo verður afmæliskvöldverður klukkan sjö í veislusalnum okkar Sjónarhóli,“ segir Viðar Halldórsson, formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar. Félagið fagnar í dag 90 ára afmæli, en það var stofnað á þessum degi árið 1929. Nokkrir ungir fimleikadrengir tóku sig saman og stofnuðu félagið og voru fimleikar í upphafi eina íþróttagreinin sem stunduð var í FH. Síðan þá hefur bæst við fjöldi íþróttagreina sem iðkaðar eru í félaginu, svo sem frjálsar, handbolti, fótbolti og skylmingar en ekki eru lengur stundaðir þar fimleikar. Um 1.000-1.500 manns leggja leið sína á FH-svæðið daglega og eru iðkendur félagsins um 2.000 talsins. „Þeir sem koma hingað eru á öllum aldri, alveg frá tveggja ára til níræðs. Það er skólastarfsemi hérna á morgnana og svo kemur hingað fjöldi eldri borgara á hverjum degi til þess að hreyfa sig. Svo eftir klukkan þrjú hefjast æfingar hjá öllum flokkum í öllum greinum,“ segir Viðar. Hann bætir við að starfsemi íþróttafélaga hafi breyst mikið síðustu áratugina og þar sé FH engin undantekning. „Aðstaðan hjá okkur hefur gjörbreyst og þá sér í lagi síðan árið 2005. Við erum nú með frábæra aðstöðu, bæði íþróttasali, búningsklefa og annað sem er á um 25.000 fermetrum,“ segir Viðar. „Svo erum við með útisvæði í hæsta gæðaflokki, bæði knattspyrnuleikvang og frjálsíþróttavöll. Ég geng svo langt að segja að við séum með glæsilegasta félagsíþróttasvæði landsins,“ segir hann. Viðar segir FH-inga fagna þessum tímamótum og er hann sérstaklega þakklátur góðri samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. „Íþróttastarfsemi, sama hvort hún er hér eða annars staðar, er stór hluti af samfélaginu,“ segir hann. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin tekið verulegan þátt í þessari starfsemi en ég hvet stjórnvöld til þess að hlúa betur að starfsemi íþróttafélaga, sama hvar þau eru á landinu,“ segir Viðar ákveðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira