Segir Trump hafa ýtt á eftir því að henni yrði vikið úr starfi sendiherra í Úkraínu Andri Eysteinsson skrifar 12. október 2019 14:18 Marie Yovanovitch var sendiherra BNA í Kænugarði 2016-2019. Getty/NurPhoto Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að víkja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr embætti sínu. Frá þessu greindi fyrrverandi sendiherrann Marie Yovanovitch í yfirheyrslum vegna rannsóknar Bandaríkjaþings á meintum brotum Trump í starfi er viðkoma Úkraínu-skandalnum sem tröllríður pólítískri umræðu vestanhafs. Yovanovitch greindi frá því að hún teldi að um hafi verið að ræða samstillt átak gegn sér, átak sem hafi verið byggt á staðhæfingum sem ekkert ættu skylt við raunveruleikann. Yovanovitch fór fyrir þingnefnd í gær og ræddi hún við þingmenn í yfir níu klukkutíma, þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið hafi bannað henni að mæta. AP greinir frá. Yovanovitch var kölluð heim frá Úkraínu í maí síðastliðnum eftir að hafa starfað sem sendiherra í Kænugarði frá ágústlokum ársins 2016. Á sama tíma er Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta, sagður hafa gert tilraunir til þess að fá úkraínsk stjórnvöld til þess að rannsaka ásakanir um spillingu á hendur fyrrum varaforsetanum Joe Biden og syni hans Hunter sem starfaði með olíufyrirtæki í landinu.Kastað fyrir úlfana þar sem hún stóð í vegi fyrir Trump Einn þingmannanna sem sátu yfir vitnisburði Yovanovitch var demókratinn Sean Patrick Maloney, Maloney segir Yovanovitch hafa þurft að gera hlé á máli sínu þegar hún minntist þess hvernig henni var „kastað fyrir úlfana.“ „Fyrir mér er það morgunljóst að henni var vikið úr starfi vegna þess að hún var þyrnir í auga þeirra sem sóttust eftir því að nýta sér úkraínsk stjórnvöld til eigin hagsmuna. Trump forseti er þar með talinn,“ sagði Maloney. Annar demókrata, Denny Heck frá Washington-ríki, sagði í samtali við fjölmiðla að vitnisburður Yovanovitch hafi verið áhrifaríkur, honum þætti það vera heiður að fá að heyra hennar sögu. Viðstaddir Repúblikanar gagnrýndu hins vegar ferlið, lögmenn Bandaríkjaforseta ættu að fá að spyrja sinna spurninga, Jim Jordan þingmaður frá Ohio varði brottvikningu Yovanovitch og sagði að forsetinn hefði rétt á að skipa hvern sem hann vildi sem sendiherra.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12 Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46 Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24 Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Banna lykilvitni að koma fyrir þingnefnd Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB sem sá um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu ber ekki vitni í dag eins og til stóð samkvæmt ákvörðun utanríkisráðuneytisins. 8. október 2019 13:12
Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. 10. október 2019 23:46
Forseti Úkraínu neitar því að Trump hafi reynt að kúga sig Hann segist ekki hafa vitað af því að Trump hefði stöðvað hernaðaraðstoð fyrr en eftir símtal þeirra sem hratt af stað rannsókn Bandaríkjaþings á Trump. 10. október 2019 12:24
Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknir Mennirnir tveir aðstoðuðu persónulegan lögmann Trump forseta við að koma á fundum við úkraínska embættismenn sem þeir vildu að fyndu skaðlegar upplýsingar um pólitískan mótherja forsetans. 10. október 2019 14:15