Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 20:00 Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar. Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar.
Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57