Beint lýðræði er fyrir lýðinn Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. október 2019 15:12 Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun